Nokkur heilræði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nokkur heilræði

Fyrsta ljóðlína:Ævigæfan auði sín
Bragarháttur:Samhent – framhent (mishent)
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Heilræði

Nokkur heilræði
úr latínu og þýsku snúin af séra Ólafi Guðmundssyni.


1.
Ævigæfan auði sín
alla fyllir, forðar pín.
Frægð og nægð mun frjóvgast þín
ef fær og lærir ráðin mín.
2.
Christi fyrst þig klæða átt,
kyndug syndin missi mátt.
Ást á hæstum hafðu þrátt,
hreina reynir síðan sátt.
3.
Alltíð skaltu hugsa hitt,
hygginn þiggir ráðið mitt
að villa ill með véla kvitt
ei vinni, ginni hjartað þitt.
4.
Þína eina stundir stétt,
starfið þarf að vanda rétt.
Traust á Christ sé sjálfan sett,
sóma kóma hún verði létt.
5.
Þegar trega og nauðir nú
nýtur hlýtur að líða þú.
Á orðið skorðir trausta trú.
Tállaus sálu er lækning sú.
6.
Siðum ef hlýðir sögðum hér
sæla dæl mun fylgja þér.
Gæða hæð sú göfgust er
í glæsta, hæsta himna fer.