Enn önnur heilræði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Enn önnur heilræði

Fyrsta ljóðlína:Mest vitir en mjög fátt segir
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.bl. bb V–VI
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Heilræði
D. Mart. Luth.

Mest vitir en mjög fátt segir,
margt heyrandi, um það þegir.
Hjálpa þeim í háska eygir
hefnd og úrskurð lengi deigir.
Vélum síst í vinskap smeygir,
við þér hollum ei þig reigir.
Ljúfur meira manni hneigir,
minna lýtir ei né sveiir.
Afla vel en föng ei feygir,
falslaust gjaldir og útvegir.
Metnast ei þó mikið eigir,
missir öngvan lengi þreyir.
Annars góss ógjarnan leigir,
góðfús sért þeim lukkan beygir.
Ómakligan aldrei streigir,
örlög, kíf og róg ei heyir.
Varast kapp þó vinna megir,
vík frá þeim til synda teygir.
Móð og ágirnd frá þér fleygir,
friðgjarn, rétttrúaður deyir.