Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 007 - Hymnus. Splendor paternae gloriae | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 007 - Hymnus. Splendor paternae gloriae

Fyrsta ljóðlína:Föðursins tignar ljómandi ljós
bls.Bl. IVv–Vr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575–1600
Flokkur:Sálmar
Hymnus. Splendor paternae gloriae
Með sama lag.

1.
Föðursins tignar ljómandi ljós,
af ljósi ljósið færðir oss.
Ljós ljóssins og brunnur birti kær
birtandi daginn dagur skær.
2.
Oss upplýsi hin sanna sól,
sem ævinlega ljómar vel,
og guðdómsanda geislann sinn
gefandi í vor hjörtu inn.
3.
Föður þig nefnum fegnir vér,
föður hvers dýrðin eilíf er,
föður sem besta blessun gaf,
byrði synda oss létti af.
4.
Athæfi heilagt efli sá,
æði djöfulsins hrindi frá,
og þrautir allar þverri brátt,
þolinmæðinnar styrki mátt.
5.
Huganum ráði og hegði nú,
í holdi skírlífu byggi trú.
Ástsemi trúar auðgi sál,
ekki kunnandi flærð né tál.
6.
Kristur veri vor saðning sæt,
sé trúan og vor drykkjan mæt.
Tállaus sú andans gjöfin góð
gleðji mest jafnan kristna þjóð.
7.
Dagurinn líði oss allvel af,
iðrun lík sé við hans upphaf,
miðdegi trúin myndist við,
merkingar húmsins forðunst sið.
8.
Færist dagurinn fagur um heim,
fylgjum lastvarir skilning þeim:
Með föður sonurinn allur er,
allan föður hefur orðið í sér.
9.
Guð föður allir heiðrum hér.
Hans einkason og dýrkum vér
með huggaranum æðstum anda,
allsvaldanda Guð án enda.