Spakmæli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Spakmæli

Fyrsta ljóðlína:Vænt er að kunna vel að slá
bls.388–389
Bragarháttur:Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)
Viðm.ártal:≈ 1800
1.
Vænt er að kunna vel að slá,
veiða fisk og róa á sjá,
smíða tré og líka ljá,
lesa á bók og rita skrá.
2.
Vænt er að vera valmenni,
viljugur með iðninni,
þolgóður í þrautinni,
þýðlyndur í umgengni.
3.
Sómi er að siðprúðum,
sæla fylgir dyggðunum,
best er vit í bóknámum,
búsæld eykst af hagleikum.
4.
Gott er að þjóna Guði best,
geta numið þarfligt flest,
hafna styggð, en hýsa gest,
hrumum veita aðstoð mest.
5.
Falligt er að lesa lög,
letra fögur vísnadrög,
byggja hús og beita sög,
blessun stýrir mundin hög.
6.
Gott er að eignast gæðin flest,
góða jörð og sauðfé mest,
góða konu og góðan prest,
góða kú og vakran hest.
7.
Vænt er að stýra sjálfum sér,
sómann læra eins og ber,
fróðleik nema og fremdir hér,
og forðast það sem bannað er.
8.
Frægð er að heiðra foreldra,
forlíkjast við jafningja,
hlýða góðum höfðingja,
hjástoð veita aumingja.
9.
Gott er hóf í gleðinni,
geðugt þol í rauninni,
sífelld bæn í sorginni,
sönn guðhræðsla í meðlæti..
10.
Vænt er að hafa hyggið þel,
hugarnæmið gott eg tel.
Fátt er betra en fara vel
og finna Guð með Ísrael.