Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þér, Jesú minn, sé þökk og lof | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þér, Jesú minn, sé þökk og lof

Fyrsta ljóðlína:Þér, Jesú minn, sé þökk og lof
bls.153–160
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:
Flokkur:Sálmar
Þér, Jesú minn, sé þökk og lof
Kvöldsálmur
Tón: Skaparinn stjarna [herra hreinn]
1.
Þér, Jesú minn, sé þökk og lof
fyrir þína ást og náðargjöf.
Vel hefur þú minn veikan hag
verndað og geymt um þennan dag.
2.
Slysni mig engin henti hér,
hlífð drottins míns það veitti mér,
Satan fékk ekki orkað neins
sem önd eða lífi var til meins.
3.
Ég vil fyrir það, Jesú kær,
játa þér vegsemd fjær og nær
af hjarta, munni, huga og raust;
haldist þín virðing endalaust.
4.
Eilífan bið eg almátt þinn,
ástkæri Jesú, herra minn:
Fyrirgef öll mín afbrot ljót
í dag sem gjörði þér á mót.
5.
Dagsvinnan mín sem drýgði eg hér,
drottin minn, Jesús, þóknist þér.
Efli þín blessan allt mitt ráð,
auk *mér von, trú og kærleiksdáð.
6.
Geym þú mig, drottinn Guð, í nótt
frá grimmum dauða, kvöl og sótt
so óvin gjöri mér engin grönd,
yfir mér sé þín hjálparhönd.
7.
Lukkuna, heilsu, lán og féð,
líf og sálina einninn með
umsjón þinni eg allt það gef
óhræddur so eg ligg og sef.
8.
Í Jesú nafni eg hvílist hér,
haf þú nú, Jesú, gát á mér.
Eg fel mig þinni elsku enn
og alla þína kristna menn.
9.
Dýrð og prís sé þér, drottinn kær,
dýrð sé þér, Jesú, herra skær,
dýrð helgum anda á alla grein.
Amen, dýrð sé þér, þrenning *hrein.
Amen.
(Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 4, bls. 153–161. Í útgáfunni er sálmurinn tekinn eftir handritinu MS Boreal 113, bl. 297v–298v. Hér er sálmurinn birtur nær orðréttur eftir útgáfu Ljóðmæla)
Leiðrétting:
9.4 hrein] < ein (önnur handrit og einnig leiðrétt í hrein á spássíu í MS Boreal 113). eijn MS Boreal 113.