Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Nú hef eg mig í hvílu mín | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nú hef eg mig í hvílu mín

Fyrsta ljóðlína:Nú hef eg mig í hvílu mín
bls.114–123
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBoCoC
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar
1.
Nú hef eg mig í hvílu mín,
himnafaðir minn trúi,
yfir mig lýsi ásján þín
eymd minni í fögnuð snúi.
Hagurinn minn fyrir heiðurinn þinn
hreinn af löstunum blífi,
þín verndin trú mér veitist nú,
vægð gefðu sálu og lífi.
2.
Minn herra Jesú hjálpargjarn,
hjúka þú lífi mínu,
lauga þú mig sem ljósmóðir barn
í líknarblóði þínu
so sálin mín í sárum þín
sætlega megi sig hylja
að okkur hér meðan eilífð er
enginn nái að skilja.
3.
Börn mín og kvinnu befel eg þér,
blessaður guðdóms andi,
og allt hvað gafst til eignar mér
í umsjón þinni standi.
Þinn almátt um þessa nátt
þýðan bið eg alls míns gæta.
Varðveislan hrein voða og mein
virðist í burt að ræta.
4.
Síðast þegar eg sofna á,
sætasta þrenning blíða,
leystu mig öllum löstum frá
að lifi eg með þér síðan.
Þinn englaher sé æ hjá mér,
afvendi syndakámi,
so hjartað mitt fyrir hjálpráð þitt
þig heiðri og prísi, amen.


Athugagreinar

Í útgáfunni er versið tekið eftir Lbs 847 4to, bls. 214–215, og er hann hér birtur orðrétt eftir þeirri útgáfu.