Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Náðugi Guð, eg núna vil í nafni þín | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Náðugi Guð, eg núna vil í nafni þín

Fyrsta ljóðlína:Náðugi Guð, eg núna vil í nafni þín
bls.113–117
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður) sex,- fer- og þríkvætt abCabCdEdEdE
Viðm.ártal:≈ 1650–1675
Flokkur:Bænir og vers

Skýringar

Í útgáfunni er versið tekið eftir Lbs 1927 4to (Hymnodiu), bls. 467. Hér er þeim texta fylgt nákvæmlega.
Kvöldsálmurinn
Tón: Ó, Guð vor faðir sem í himinríki ert etc.

Náðugi Guð, eg núna vil í nafni þín
leggja til hvíldar holdið mitt,
hjartað samt til þín vaki.
Umfaðmi þig með örmum trúar öndin mín;
allra helgasta auglit þitt
á mér nú vara taki.
Láttu oss í þér sofna senn
sætt og armæðu dvína.
Ó, þú eilífa eining þrenn,
annastu mig og mína,
breið yfir skepnur, bæ og menn
blessaða vængi þína.