Mun Guð marga til dómsins kalla? | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Mun Guð marga til dómsins kalla?

Fyrsta ljóðlína:Mun Guð marga til dómsins kalla?
bls.106–111
Bragarháttur:Dvergmál
Viðm.ártal:≈ 1650–1675
Flokkur:Fræðsluljóð

Skýringar

Í útgáfunni eru dvergmál þessi tekin eftir AM 436 12mo, bl. 35r–v með tveim augljósum leiðréttingum. Hér er Ljóðmælum algerlega fylgt en svigar þó leystir upp.
Heilagur dvergmálssermon
1.
Mun Guð marga til dómsins kalla? Alla.
2.
Hvör mun *þá sjálfkrafa syndlaus fenginn? Enginn.
3.
Eru allir trúaðir á þeim degi? Eigi.
4.
Hvörninn gengur þeim sem heiminn villa? Illa.
5.
Hvað er á því er herrann þeim sendi? Endi
6.
*Hvað heyra þeir so sárlega sýti? Ite.
7.
Í hvörjum stað reiðist þeim rúm að kveldi? Í eldi.
8.
Nær komast þeir úr kvöl margfaldri? Aldri.
9.
Hvílíkt heyrist hjá þeim hrópið? Ópið.
10.
Guð láti þangað *fara fá menn. Amen.
11.
Hvað heita laun þau Guð frómum vill færa? Æra.
12.
Er þeim búið eilíft vita? Ita.
13.
Hvað gefa þeir í herrans hendur? Endur.
14.
Hvað munu þeir í þeim fögnuði segja? Eja.
15.
Hvör verður endi á því gengi? Engi.
16.
Halda þeir lengi það sæla sætið? Ætíð.
17.
Fara þeir nokkuð frá náð margfaldri? Aldri.
18.
Drottin veit eg þeir lofa þrávalt. Ávallt.
19.
Gott væri oss að vera þeim hjá. Ójá.
20.
Guð gæfi vér sæjum ætíð þá menn. Amen.