Kominn er veturinn kaldi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kominn er veturinn kaldi

Fyrsta ljóðlína:Kominn er veturinn kaldi
bls.70–74
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1650–1675

Skýringar

Í útgáfunni er kvæðið tekið eftir þriðju prentun þess í Andlegir sálmar og kvæði (Hallgrímskveri) á Hólum 1770, og því einnig fylgt hér án nokkurra breytinga.
Mismunur vetrar og sumars
Tón: Ó, Jesú, eðla blómi, etc.
1.
Kominn er veturinn kaldi
kastar að margri hríð.
Af drottins vísdóms valdi
veslast svo ársins tíð.
Sæl geymir sól ljóma,
svöl þrumir kulhami,
élrömum fjölfima
firna örnin stríð.
2.
Grund frýs en grasið dofnar,
gripina vantar skjól,
bersnöggir standa stofnar,
stirðnar lim, skóginn kól.
Smár fuglinn þreyr þögli,
þver hygli, dýr ragla,
ber segl frá byr-tryglum
blandið vinda hjól.
3.
Skörp frostin skemmta eigi,
skepnan hver ber sig lítt.
Snjór hylur víða vegi
villist því margur títt.
Klæðlausir freð-frusu,
friðhreysi nauð kjósa.
Að húsum féð flasar,
fælist kulið strítt.
4.
Enn þegar vorar aftur
uppgengur sólin skær,
öllu nýr eflist kraftur,
annað bragð loftið fær.
Köld hýrnar fold forna,
fylld kjarna mold stirðnuð,
sýld meyrna sjaldornuð
svellinn fjöllum nær.
5.
Fuglar úr fylgsnum hreyfast,
féð drífur húsum frá,
dýrin um skóga dreifast,
dagsaman fjölga þá.
Menn hýrast, enn ærin
önn heyrist, grannfærum
hlunnjórum hrönn báru
hrindir sundið á.
6.
Döggina drífa lætur
drottinn á kaldan snjó,
verkar svo mildi-mætur
moldin þurr verður frjó.
Glys skógar, grös haga,
glasfögur rós þæga
rís þegar rás drjúga
raka þokan bjó.
7.
Frostið þó fargi gróða
frjóvgast samt uppá ný,
frækornsins sjá menn sjóða
sín geyma blómstrin frí.
Kraft fróni ljúft lénar
loft skinið drift hreina,
gæft duna, svipt sjónum,
sjötnuð vatna ský.
8.
Sumarsins blóminn sæli
sýnir oss drottins mátt
vetur þó kaldur kæli
korn, jörð, gras, fræið smátt.
Ártíðin úr sæði
ör gæði hýr leiðir.
Frjór lýður fær Guði
fríðan heiður þrátt.