Bænasystirin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bænasystirin

Fyrsta ljóðlína:Virta frú, en vandaðasta
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.315–320
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AbAbccDD
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

Skýringar framan við kvæðið:
„Snúið úr Gellerts kvæðum (Die Betschwester í Fabeln und Erzählungen 1765, I, bls. 21). Eptir þrem handritum.“
1.
Virta frú, en vandaðasta
vorri er finnst í allri byggð,
í klæðaburði og fasi fasta
frómleiks ætíð sýnir dyggð,
munn af söngs- og bæna- ber
-býsnum fullan, hvar sem er,
mæta kvendið mjög fáséða, –
mun ei vert um hana að kveða?
2.
Hversu mjög er höfðings ekkju
hegðan gjörvöll lærdómsrík:
varla fyrr hún rís úr rekkju
reifar kroppinn varla flík;
formerkt varla fáum vær
fyrr, að klukkan átta slær,
en til bænar víf að vanda
víkur, fyrir dag komanda.
3.
Sú þótt hafi silkitróða
sextugs aldri fullum náð,
hreinlífis um gæslu góða
grátbænir hún himins ráð,
og þótt hafi um ævistig
aldrei borðað metta sig,
hún samt æ um hófsemd biður
hjartanliga fyrir sín iður.
4.
Þótt hún panta ofan á alla
óski rentu láns af fé,
herrann gjörir hún ákalla
um hjálp í sínu volæðe;
hér má líta hjarta frómt;
hér er meir en nafnið tómt;
hvílík ástar heilög stilli
himins er og frúr á milli!
5.
Tvisvar les hún út á ári
allar bækur ritningar,
heimilið af fjandans fári
frelsar svo til eilífðar;
sálma tólf um sérhvern dag
syngur hátt með raddar lag; –
Hverr mun sá er hingað kemur?
hrumur karl á dyrnar lemur.
6.
Haf þig burtu, dælskur dári!
dirfast ætlar máske þú
barlóm með og betli-tári
bænarsöng að glepja frú!
hún þá syngur, heyrir ei,
haltu það sem væri nei!
gakk þinn veg af hungri hrjáður,
hýma máttu jafnt sem áður!
7.
Hún er búin hjarta að lyfta
himins til í bænastað;
á hún sér af aumum skipta
en frá guði draga það?
hátt syngjandi bitann ber
Beata upp að munni sér,
vondra, meðan tyggur, tíða,
tekur gang með lasti níða.
8.
Enn hver bangar aðkomandi
aftur nú á hennar dyr?
er það kona í aumu standi
örbirg sem að henni spyr;
brauðs á engan bita sú –
„burt með yður!“ kallar frú,
„marfrið þurfið mér ei banna
með áreiting horsníkjanna.“
9.
„Mun ei vera satt hvað segi:
Syngið ei né biðjið þér,
frómleik stundið, frestið eigi
framkvæmd þess sem skyldugt er!
Sínum aldrei gleymir guð! –
geng eg þannig sárhungruð
nokkurn tíma brauðs að biðja?
Bæn og söngur skal vor iðja!“
10.
Mun þá ekki frúin fróma
framar naum en hörð en ber?
Mun ei síður mega róma
meðaumkun en stríðu hér?
Nei! til stærstu nytsemdar
nauðlíðendum æ hún var,
burtvísun og brigslum meður
betran þeim af henni skeður!
11.
Þeim að iðn og bæn hún bendir. –
Býður ekki ritning það?
Féstyrks eflir fús með hendi
fólk einasta réttsinnað.
Hver það nokkurt vera veit
víf frómlundað hér í sveit,
er ei hjálpar athvarf finni,
auðgrund hjá í mæðu sinni?
12.
Fái það í fréttum henni
fært, hvað lítið vera kann,
fim er hún, sem fákur renni,
fé launandi greiða þann.
Ó, já! bæði dáða dug
drósin ber og ljúfan hug
hversu margt sem heimur lýta
hyggst þar finna til að víta.
13.
Ei Beata aðeins lifendum
er til liðs og þarf neyt,
hennar gjöful hjá örendum
hönd inn skuld að að leggja veit:
Nær er borið barn að gröf,
Beatar hvers kista gjöf
annarra framar ekki hrósi,
er það prýði kransinn ljósi?
14.
Hvenær erfis- hver einn- gestur
hvetur ekki mál að tjá:
Krans Beatar kom þar bestur,
krossmarkið var lyst að sjá! –
Hver mun gefið hafa það?
„Hún Beata,“ andsvarað,
„líki það til sóma sendi,
sérligasta dyggðakvenndi!“
15.
Ef að mínar ævistundir
yfir lifði þessi frú
vissuliga veitast mundi
virðing mér af henni sú:
að eg fengi forsilfrað
fjalhús mínum beinum að.
Altarið með prakt hún prýðir,
predikunarstólinn skrýðir.
16.
Næstkomanda nær eð ljóma
nýárs tekur fyrsta sól
aldar þrátt fyrir öfga dóma
altarið og ræðustól
ríkuliga mun reifa svinn
rausnar frú í þriðja sinn,
þvættings munnar þó ei víki
það sé gjört af ærusýki.
17.
Konan, sem í kistil gjafa
knýti fullu læddi seint,
seg mér: verið hver mun hafa? –
Hennar nafn er þegar greint:
Guði beata æðstum ann,
aldrei treg nær gefa vann.
Hver mun þar um hana víta
hinir slíkt þó kunni líta.
18.
Lát, Beata! lastaranna
leiðar tungur mæða sig
með illkvittni miður sanna
mæandi svo ljótt um þig:
að þú viljir mútum með
mildings himna fleka geð,
okur þitt og ágirnd ranga
óstraffað svo láti ganga.
19.
Lát með spotti löngum hina
leggja slíkan á þig dóm:
vömmum sért á veröldina
vön að ljúga, sjálf ófróm,
og að kærust sé þér sú
sagna fregn, nær heyrir þú,
eins og mesti mæta fengur
móti þegar öðrum gengur.
20.
Öll þín dyggð sé látalæti,
logið tál og yfirskin;
en eg stórum þessa þræti
þó við yður, spélna kyn! –
Allir saman þegi þér!
Það getur ekki staðist hér!
Biðjandi því fer á fætur,
fljóð, og leggst með söng til nætur.