Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þegar að minnkar mátturinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þegar að minnkar mátturinn

Fyrsta ljóðlína:Þegar að minnkar mátturinn
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBaB
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Versakorn.
Með tón: Jesús Christus á krossi var.
Þórunn Sigurðardóttir bjó til skjábirtingar.
1.
Þegar að minnkar mátturinn,
málið þverrar og skynsemin,
lífs eru kraftar lúðir,
hjálpa þú mér þá, herra minn,
í himneskar tjaldbúðir.
2.
Þó eg ranglátur ráðsmann sé,
reikningskap standi ei á því fé
hvar til þú þó mér trúðir,
lát þú mig, herra, liggja í hlé
lífsins gef mér tjaldbúðir.
3.
Samlíkur eg sést við þær,
er sína brúðguma vissu nær,
alls óforsjálu brúðir.
Hjálpaðu mér þó, herra kær,
í himneskar tjaldbúðir.
4.
Heilög þrenning í hæstu tign,
hvör mig fyrir þitt guðdóms megn
til sannrar kristni knúðir.
Hjálpa mér dauðans hættum gegn
í himneskar tjaldbúðir.