Eg þrey af öllu hjarta | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eg þrey af öllu hjarta

Fyrsta ljóðlína:Eg þrey af öllu hjarta
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar
Söngvísa með hvörri vonandi manneskja í drottni segir sinn dauða velkominn.
Tón: Kært lof Jesús Christi.
1.
Eg þrey af öllu hjarta
eftir fagnaðar stund.
Ýmsar mig eymdir erta
og angra mína lund.
Héðan sem fyrst að fara
í friði er mér kært
og kynnast kónglegum skara.
Kom, Jesú, kom þú snart.
2.
Af náð frá eymdum leystir
og andar voða mig.
Hug minn hryggvan það hreystir
hirðir minn veit eg þig.
Því skal eg kunna að kvíða
þó komi dauða stund;
hún vill mig héðan leiða
heim á þinn dýrðar fund.
3.
Djarfur í móti dauða,
drottinn, eg ganga vil.
Sjálfs sigrinum góða
segi eg þá hreysti til.
Þó mér sé ljúft að lifa,
innlítist dauðinn súr,
á þér vil hop mitt hafa,
herra, sem tryggvum múr.
4.
Eg veit þá vegsemd blíða
við sem að taka mun,
því vil eg kátur so kveða:
kom dauði, ljúfi vin,
líkaminn leggst í [jörðu]
leir og mold verður hann
hvad þó ei hag minn skerðir
heiðri það stýra kann.
5.
Síðan vill Guð mig gjarnan
gjöra sem fagra sól
setja til sinna barna
hjá signuðum lambsins stól
þar vill mig lifa láta
j ljóma andlitis síns
því skal mig þá vankæta
þung ábúð dauða míns.
6.
Hvað skal mig veröld villa
að vilja lifa hér
hvað kann í fang mér falla
sem forgengilegt er
heim lát mig einkis akta
útdríf hans hvör mann sér
hitt er heldur að vakta
hvað sem þar uppi er.
7.
Þó eg verði að víkja
frá vinum og fólki því
sem hér mig réði rækja
rís þó vor gleði ný
af þeim sætu samfundum
sem ske við efsta dóm
upp þá vær allir stöndum
aftur við lúðurs róm.
8.
En þó eg eftirláti
einmana kvinnu og börn
og sú mig ásýnd græti
að er þeim hryggðin gjörn
það skal mig hugga og herða
herra Guð minn er trúr
mun þeim til varnar verða
veröld þó hverfi eg úr.
9.
Föðurlaus fáráð ekkja
finni sér huggun þá
hollur fyrst herrann þekkja
hrafnsins vilt unga smá
skyldi hann ekki skeyta
skapraunum líka þín
og þér uppheldi veita
eftir fyrirheiti sín.
10.
Þær viljum vér og vora
vini med börnunum
biðja að vænta og vera
vissar í trú þar um
bjóðast mun brúðkaups dagur
betur haldinn en fyr
á hvörjum herrann fagur
himnanna opnar dyr.
11.
Til þín vil eg mér venda
von mín ó Jesú Krist
lífið vel lát mig enda
leið sál í himna vist
blóðugur bana sveiti
blessaður herra þinn
trúi eg mér víst það veiti
að verða þar tekinn inn.
12.
Nær eg skal standa og stríða
stórráðum dauða í mót
auk von sem eyðir kvíða
elskuleg meinabót
minni sál gef þá gleði
Guðs barna á helgum stað
sætlega so hún kveði
sjá, Það er fullkomnað.
(JS 232 4to (Gígja), bl. 5v–6r. Kvæðið er einnig í Lbs 1529 4to, ÍB 196 4to og Lbs 1055 4to. – Þórunn Sigurðardóttir bjó til skjábirtingar)