Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Draugurinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Draugurinn

Fyrsta ljóðlína:Sagt er mér að seggur einn
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.302–306
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) fer- þrí- og tvíkvætt:aBacccB
Viðm.ártal:≈ 1825
Tímasetning:Prentað 1820 í Klausturpóstinu

Skýringar

„Snúið úr Gellerts kvæðum (Das Gespenst í Fabeln und Erzählungen 1765, I, bls. 19). Útlegging séra Hannesar Arnórssonar á þessu kvæði er prentuð í Kl. pósti 1820, bls. 110–112. Eptir þrem handritum.“
1.
Sagt er mér að seggur einn
sínum byggi í ranni.
Andi nokkur, ekki hreinn,
á hann bar
lengi þar
neyð og kvöl um næturnar,
náðir tók frá manni.
2.
Vondri til að verjast feikn
vildi bóndinn læra
særingar og töfrateikn,
til var reynt,
fór þó leynt.
Varð ei draugnum við það meint,
vill hann manninn æra.
3.
Engar þulur orka par,
ekki hræddist vofa
rúnir eða ristingar,
reifum í
hvítum því
hverja kemur nótt á ný
nær sem hinn vill sofa.
4.
Undi bóndinn illa við
einn um nótt að vaka,
bað því kominn bragarsmið
að bíða þar
sem hann var
og skáldmæli til skemmtunar
skrítin upp að taka.
5.
Halur gól, en hlustar til
hinn sem kvelst af álfum.
Það var sárkalt sorgarspil
sem hann las.
Þetta fjas,
þó að bónda þætti mas,
þóknaðist honum sjálfum.
6.
Birtist, eins og venja var,
vofan húsbúanda,
seggur þótt ei sæi par,
sem las óð,
þar hún stóð,
sín hann þulin lætur ljóð;
leiðast tók það fjanda.
7.
Frásögunnar fyrsta þátt
fraus hann við að heyra,
fyrr en annar byrjast brátt
burtu hvarf;
ekki þarf
hann sitt magra stefjastarf
að stauta fyrir hann meira.
8.
Bónda varð í brjósti rótt,
batavon hann gladdi.
Aftur lætur aðra nótt
óðarsmið
þylja grið.
Strókur kom en stóð ei við,
strauk og engan kvaddi.
9.
Bóndi kvað við sjálfan sig:
„Svo fer langtum betur,
skjótt burt fæla skulu þig,
skelfir minn!
ljóðmælin,
höfuðfjanda þennan þinn
þú fyrst heyrt ei getur.“
10.
Einn var bóndinn eftir það,
á féll þriðja gríma.
Tólf þá stundaklukkan kvað
kemur inn
draugurinn.
„Jóhann! Jóhann!“ hrópar hinn,
„hraðaðu þér í tíma!
11.
Skjótur vert, og skáldsins til
skilaðu kveðju minni,
sitt eg bið hann sorgarspil
senda mér,
þetta kver
litla stund svo lesist hér
líkt og fyrra sinni!“
12.
Draugnum þetta skelk að skaut,
skjótt hann sveini bendir
hann ei skuli bruna braut,
brátt á ný
hverfur ský.
Andi hvítur upp frá því
aldrei þangað vendir.

> * * *
13.
Undra tilburð hermdan hér
hver sem lesa náir,
leidd þar útaf láti sér
lærdóms rök
eigi slök:
Engin finnast ljóð svo lök
að lið ei neitt af fáir.
14.
Hafi vofur andstyggð á
illa sömdum kvæðum
oss það huggun auka má,
en þótt vér
flakka hér
drauga sæum heilan her
hræðslulausir stæðum.
15.
Skjótt vér mættum skörum þeim,
skjómar þó ei biti,
sópa burt ef sæktu oss heim
síð um nátt,
ekki brátt
verða mundi vopnafátt
því vísur aldrei þryti.