Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Vísnaflokkur Bergsteins Þorvaldssonar [Kappavísur]Fyrsta ljóðlína:Græðir stríð *[og] greiðir
Höfundur:Bergsteinn blindi Þorvaldsson
Heimild:Stockh 64 fol chart. bls.173–178 (13–18)
Viðm.ártal:≈ 1625
Flokkur:Kappakvæði
Skýringar
(Kvæðið er prentað í Arkiv for nordisk filologi, III. Bind – 2. Hefte. December 1886, bls. 369–375. Utg. Jón Þorkelsson. Grein Jóns sem kvæðið er í nefnist Íslenzk kappakvæði og er á bls. 366–384. Kvæðið er þar prentað eftir sama handriti, Stockh 64 fol chart, bls. 13–18. Það er með hendi Jóns Eggertssonar (d. 1689). Nokkrar lestrarvillur eru í þessari útgáfu Jóns Þorkelssonar).
Ath. Það sem er innan hornklofa er innskot útgefanda. 1. Græðir stríð *[og] greiðirgóð ræða, fróð kvæði, nauð eyðir, náð boðar njóða blíð, óður sníður stöðug leiði, ljóð styður, stað næði siðgæðum, fræða smiðir þýða þjóðum það lýða stað prýðir.
2. Vilji glöggur vel þiggjaveikefnað kveikstefni brátt mundi eg blítt vanda brag fróðan laggóðum. Minnis nægð og manndyggðir mest hljóti, best njóti, lukkan magnist þekk þegni, það blífi að eilífu.
3. Frásögn margra fregnafagna kvendi og bragnar, tign er að góðir gegni, gagn er að heimskir þagni, hagnar mér þeim hugnast hyggnir vel að skyggna, tognar máls af magni megn að ljóðaregni.
4. Ástir bundu í brjóstibest við kve[n]din flestir, ljóst við gefur glæsta geyst með elsku neista fastar tryggðir festu fyrst lægis báls nistir, mest af hugar hreysti hraustir börðust traustir.
5. *Filippus upp var alinn,ól hjá ræsis stóli, bil varð síst á böli, úr báli dró sverð útvalinn. Kvalin seims var selja sálug færð að báli, þolugur þraut við skilur, þar til hjálpar lilja.
6. *Konráður keisara niðjikvíðulaus nam bíða, reiður Roðbert náðar, ræðu sveik fordæðis *danreiðar friggjan fríða, fræður að grísku næði, leið að drakons láði lið fékk af hrings viðju.
7. Mýrloga bar óbjúgurBevus plagaður til slaga, hugaður hlaut því sigur hagur jarlsson lífsdaga, vegreisur þrátt vogar, vigur hjó búka digra, frægur sótti mey fagra, fljúga örlög síð drjúgum.
8. Bæring þrautir þröngvar,þungur hlaut af ungri lengi *af lindi hringa langa reiði stranga; í slangorma foss slengja af slungar lygitungu, angurlaust upp úr klungri, engils lið hefur fengið.
9. Högg bauð Hringur Tryggva,hregg gríðar, sókn eggjar, snöggur að litlu leggur lauks dyggur baugs friggju, linna röggvar *líns flaggi ljóma hygginn um skyggist, glögg missti Brimveig beggja, byggir sorg, hel nam þiggja.
10. Rann sá Rósu unniReinald ei má kenna, brunnu í gleðinnar banni, brann svo hvort fyrir annað, hennar biðla hrönnum hels spennu lét renna, menn oft minnast kunna mannlegar dyggðir svanna.
11. Miðmung bar stáls meiðirmaðurinn Virga hraður, svíða lét sóknar nöðru, sóti gríðar nam skrýðast, Þiðrik burt úr baði bráðhugaður reið þaðan, við eybúann með æði óður barðist af móði.
12. Mistiltein bar blæstan,braust fram orkutraustur listar Hrómund hraustur hreysti og afli treysti, hastur her nam kvista, hugbest kempan lestist í dusti en dörinn hvesstur dristugur brynju risti.
13. Viktor og Bláus bárubyrjaði stáls egg hyrjar glærur elds og geirum gljár þegar hlífar skáru, or[r]ustu háðu herrar, hærri fengu þó æru, særa hrausta tvo sárum svik-dýrasta hlýra.
14. Hart bræður Ormar hirti,hertist benja kerti, snart með linna snortinn snyrtilegur umgirtist, skírt svo ekki skorti skart vífs kært á hjarta, burtreið fyrir mey björtu birting sig[u]rinn styrkti.
15. Sæll fékk Sigurður hylli,svellur drakons velli, féll til farar heillar en föll bárust á tröllin. Þellu vann álma ullur illa bræði að stilla, hollþings bar þar hellinns höllur Mätrix fjöllum.
16. Snotur Hrólfur að heitihljóta nam giftu fljóta, naut Grímars er gætir Gauta hreppti úr þrautum, leituðu brynju brjótar á braut úr heljar lautum; hvítbúin með stáls hreytir hringsfit grams nam vitja.
17. Hálfdan Hringsson vænahreina lín fann eina, *dungargons ei dvínar, dynjandi að hrynur, Brönunautur klauf brynjur, bein og hold nam skeina, sjónhög seimshlíð kæna sína dýrð lét skína.
18. Sturlaugur kom starfsamií stím oft margan tíma, frómar sig við Framar, fimur, sem hafið brimar, blóm hreppti fens brími beims af lindi seima, nemur af grimmri gámu gamms egg, tafl, horn farmar.
19. Greindur við göngu kenndurgrand má Hrólfur af standa frænda af Vilhjálms vonda í vanda strengdur bandi. Möndull meiðslin endar, mynduga lækning bindur, í hönd kom Hreggviðs mundur hind með sæmd og yndi.
20. Án, Ingjalds óvinur,einatt böl varð reyna, brýnir örvar til bana, broddflein, úlfa meinið, ganar í heljar ginið, gína lét til pínu, fékk lén gott á fróni og frúna vel til búna.
21. Á stað fer Hálegg stóri,styrjöld kveikti yrjar, *speirast hinir við spírur, spyrja hvör ofdirfð byrjar. Þórir þar kvaðst vera þyrjur vöku yrju, rýr lét Ingjald aura, æru og líf við bál snæru.
22. Örvar-Oddur fram æddi,eyddi og risa deyddi, bræddur bugnir prýddist, blædda hann aldrei hræddist, glæddi stál, gild högg reiddi, gladdi varg og saddi, greiddur giftu studdur, gæddur hamingju klæddur.
23. Kenndur er Kári fundinnkundur frægur Sölmundar, frá önduðum komst undan, eld tendra hérlendir, fyrir brennda bestu frændur bændur í helju sendi; bundinn Þorgeir vaðböndum brandinn sjö lét granda.
24. Skarphéðinn þorpi þjóðaþótti óblíður stríðu, sneið Höskuld af hauðri, háði víg á láði, hugmóð lét til leiðast lýð á stundum bíða; greiður hjó Gunnars bróður *græða má ei þó blæði.
25. Rönd skar Rollant herra,réði Dýrumdal stýra stór í fjúki styrjar, stáls Freyr öllum meiri, deyr með hefð svo hárri, heyra vegsemd fleiri í haugs bör snáka sneru snæran föst trú eg væri.
26. Enn hafa fleiri unnið,innilega vér minnunst, runnar stál[s] í rennu rann hvör móts við annan, hann veit hvör sá unni hrannar báls viðju fannar sanna seimhrings *runnur svinnar slíkt nær finna.
27. Luðes fram *léð flysjafús af ljóða húsi, laus rann lögur Ása ljós á glæstar rósir, bæsings *birtur vísur blys með nógu glysi, jós upp óma ysju af ós er fyrst kann frjósa.
28. Snakkaði eg ljóðs af snekkjusnikka rétt til skikkað, hækkan hlotnist lukku, hlakkandi vel þakkar, gekk til gamans nokkuð, gefst oss þökk nær rökkvar, þekkist þýðum sprakka þokki á litlum flokki. Athugagreinar
5.1 Filippus] í handriti skrifað ;Philippus;.
6.1 Konráður] í handriti skrifað ;Conrádur;. 6.5 danreiðar] í handriti skrifað ;danreÿdar;. 8.3 af] svo í handriti en á trúlega að falla brott. 9.5 líns] svo verður orðið helst túlkað eftir handriti. 17.3 *dungargons] í handriti stendur ;dungar gonz; og verður það tæpast skilið. Hugsanlega er hér á ferð mislestur skrifara og hafi í forriti hans staðið ;dun Gargons; eða eitthvað því um líkt. 21.3 speirast] virðist eindæmaorð og merking óljós. 24.8 græða] leiðrétt úr ;gräda; í handriti. 27.1 léð] skrifað ;lied; í handriti en er trúlega villa fyrir ;ried;. 27.5 birtur] svo í handriti, líklega misritun fyrir ;birtar; og svo les Jón Þorkelsson orðið í útgáfu kvæðisins í Arkiv. |