Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Búrdrífuvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Búrdrífuvísur

Fyrsta ljóðlína:Búrdrífan á nýársnótt
bls.220–221
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1750

Skýringar

Um þau undur er almúginn forðum trúði að ske mundi á ýmsum helginóttum, helst nýársnótt; og einkum um þá svonefndu búrdrífu hvílík verið hafi eftir fornri kerlingatrú.
1.
Búrdrífan á nýársnótt
nýjung þótti lýði.
Konurnar um það hafa hljótt
hvað sú glósa þýði.
2.
Nú veit eg að nætur þrjár
nefnast eftir vonum
helgar vera hvört eitt ár
helst hjá *Ísa konum.
3.
Undantekið frá þeim
fjórða svöfna gaman:
jólanótt er haldin hér
helg af öllum saman.
4.
Jóhannsvaka grösin gefr
grösum öðrum betri,
þrettándanótt þar með hefr
þrúgu-löng á vetri.
5.
En þó baulur taki tal
og trylli menn í landi
held eg lítið happaval
héðan nokkrum standi.
6.
Móðir auðs er átta dag
álfum merki gríma,
fá þeir bóla-festu plag
og flytja þennan tíma.
7.
Kross ef götum girnast á
garpar mennskir vaka
ljúflingarnir þangað þá
þingin með sér taka.
8.
Setja gull hjá seggja hlið,
sæta rétti og feita;
þá skal boðnu þegja við,
þá skal floti neita.
9.
Eftir hygg eg allt hjá þeim
álfagóssið vera.
Þegar dagar drengir heim
drjúgan afla bera.
10.
Húsfreyjurnar hér á mót
hlutu veiting eina.
Hvört hún er af álfa rót
ekki kann eg greina.
11.
Hitt er mælt, þó hrein og svöl
himins ásýnd væri,
á búrgólfunum félli föl,
sem fyrrgreind njóla bæri.
12.
Það var mjúkt og það var sætt,
það var hvítt að liti;
það var satt að það var ætt
þess ef mengið nyti.
13.
En þann matarmjöllu dún
missti fjöldi vífa.
Nýársdags þá birti brún
burt var horfin drífa.
14.
Aftast nætur augnablik
elið búrin hýsa;
vanhæfa því volli strik,
virðar máttu ei lýsa.
15.
Ráðið fengu fljóðin hitt
fleygri mjöll að tálmi:
grýtu létu á gólfið mitt
gjörða af víga-málmi.
16.
Síu-grindar sagt er oss
sætur tvinni spela
lagt hafi yfir ker í kross,
kom svo búra héla.
17.
Út hún gat ei gotið sér
gegnum opið stóra
eins og rindill út ei fer
um krossbundinn ljóra.
18.
Máske nokkrum saga sönn
sýnist ekki að trúa
af því lengur fæðu fönn
finna ei þær sem búa.
19.
Nýársdaginn næsta er var
neinn ei til þess þenkti.
Eik-garðs-dís til ármatar
oss búrdrífu skenkti.
20.
Veturliða vina þekk,
vöknuð upp af dúri,
mjaðarhúss er heiti fékk,
happið tók í búri.
21.
Engir þóttust önnur slík
æti borðað hafa.
Virtist höldum hélan lík
hunangs daggar safa.
22.
Eins og sykrað drafla dust
dýrum kryddum blandið
svoddan hefur hvörgi flust
hingað upp á landið.
23.
Þiggðu, systir, þökk af mér
þína fyrir rétti,
búrdrífuna og allt það er
ætt á borðið settir.
24.
Matarheillin að þér öll
og önnur gæfa streymi.
Aldrei þverri þessi mjöll
í þínum unar-heimi.
25.
Bænda seðji mjöllin mjúk
maga lystar-ólma
þar til allar fái fjúk
freyjur Garðarshólma!


Athugagreinar

2.4 Ísa konur: ‚Íslands konur‘.
4.3-4 Það var trú að allt vatn skyldi að víni verða eitt augnablik á þrettándu nótt jóla.