Grýlukvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Grýlukvæði

Fyrsta ljóðlína:Hér er komin Grýla
bls.141
Bragarháttur:Danskvæði, tvö ris, stýft rím, stuðlað*
Viðm.ártal:≈ 1750
Flokkur:Grýlukvæði
1.
Hér er komin hún Grýla
sem gullleysið mól,
hún er að urra og ýla
því af henni kól.
2.
Hún er að urra og ýla
því ein loppan fraus.
Þrjár hefir hún eftir
en það eg ei kaus.
3.
Þrjár hefir hún heilar
og hlakkar sem örn.
Hún ætlar að hremma
þau íslensku börn.
4.
Það var hann Skúti Marðarson,
hann svarði við það
að hennar skyldi hann hyskið
höggva niðr í spað.
5.
Að hann skyldi brytja það
og borða við saup.
Heyrði það hún Grýla
og hélt það væri raup.
6.
Heyrði það hún Grýla
og gretti sitt trýn:
Ekki munu þeir gráklæddu
leggja til mín.
7.
Settust að henni dísir
og sálguðu henni þar.
Hróðigur var hann Skúti
og hálfkenndur var.
8.
Þá mælti það Tugasonur,
tyrrin og blár:
Koma munu þau Grýlubörn
til Íslands í ár.
9.
Koma munu þau Grýlubörn
og kveða við dans:
Kyrkjum við hann Skúta
og kumpána hans!
10.
Glöð urðu þau Grýlubörn
og gengu af stað:
Aldrei skal þeim Íslendingum
eira við það.
11.
Ekki skal þeim Íslendingum
ævin verða löng.
Margan heyrða eg óvætt
sem undir það söng.
12.
Margan heyrða eg annan
sem undir tók þau hljóð:
Nú mun ei þeim íslensku
ævin verða góð!
13.
Afturgengin Grýla
gægist yfir mar.
Ekki verður hún börnunum
betri en hún var.