Móðars rímur – Fyrri ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1550–1650
Flokkur:Rímur
Móðars rímur
Fyrri ríma
1.
Þó skatnar vilji skjala um mig,
skal eg ei um hirða,
litla virðing leggja á sig
með ljóð og söngva stirða.
2.
Valla er það viskuráð
fyrir víf og hölda unga
einatt draga að öðrum háð,
til annars er betri tunga.
3.
Gaman er heldur að gleðja þjóð
ef gumnar hlýða vilja,
hrinda burtu hörðum móð
og harma við að skilja.
4.
Enn því verður orðaval
óðs af landi rísa,
mér var kynnt af mætum hal,
mætti hann gumnar prísa.
5.
Víkjum þangað vísu þó,
vil eg so rímu skýra,
á Ásgeirsvöllum bóndi bjó,
brúði átti dýra.
6.
Drengurinn ól sér dætur tvær
við dúka þöllu sinni,
viskufullar voru þær,
so virðar lögðu í minni.
7.
Víf eru bæði væn og blíð,
vekja upp hjörtu seggja,
ásján þeirra er ærna fríð,
ungra systra tveggja.
8.
Hélt einn prestur hollan stað,
heitir á Víðimýri,
görpum verð eg greina það
hvað girntist halurinn hýri.
9.
Á Signýju lagði seggurinn hug,
selju ófnis grjóta,
örlög vildu aka á bug
yndis saman njóta.
10.
Þá hann unga auðgrund sá,
ástarloginn gildi
brenndi hann og býtti þá
brúði hvað hún vildi.
11.
Á Ásgeirsvöllum æ með list
eru siðirnir fríðir,
seggurinn vildi og seima rist
sækja jólatíðir.
12.
Bóndi ríkur og burðug frú
bjuggust leið so langa,
systur lét og seima brú
siðugar undan ganga.
13.
Þær so fóru burt af bý
báðar harla skýrar,
drósir litu dró upp ský
dimmt á himininn hýra.
14.
Margrét ansar mæt að sjá,
mektin yngiskvenna:
Ei er mér, segir auðar ná,
um illan flókann þennan.
15.
Signý ansar sómagædd,
sækja hugði messu:
Aldri skal eg á ævi hrædd
af einu skýi þessu.
16.
Þeirra ferð var þeygi mjúk,
þær komust í vanda,
litlu síðar frost og fjúk
úr flóka réði standa.
17.
Margrét spurði spjalda ná
spök hvort vill ei heita,
þeygi kvað við þessu já
og því réð Signý neita.
18.
Fjúkið gekk með æði á,
augna mátti ei njóta,
skjótlega urðu að skilja þá
skikkjur ofnis grjóta.
19.
Margrét hét á helgan Krist,
hurndin tók að sýta,
sitt jafnvegi seima rist
senn af vaxi býta.
20.
Hennar skaðaði hvörgi líf,
hún fékk braut so breiða,
með það komst hið mæta víf
í Mýrar kirkju greiða.
21.
Föður og móður fljóðið sá
frammi í kirkju standa,
unga spurðu auðar ná
eftir lilju *banda.
22.
Sagði hún allt hið sanna frá
senn af ferðum sínum,
báru hjónin beiska þrá
bundin sorgarlínum.
23.
So gat fljóðið samið skraf
um selju ofnis síkja,
hjónin snúa hörmum af;
til hinnar verður að víkja.
24.
Signý var sig úti ein
öngvum nærri manni,
hitti undir stóran stein
stoltarlegur svanni.
25.
Ferlegt var so fjúkið svart
fetað gat hún hvergi,
heldur tók að hugsa margt
hrundin undir bergi.
26.
Hét hún því af hugarins geim,
heiðursmeyja jafni,
mjúkt að unna manni þeim
Móðar héti að nafni.
27.
Ef vissi nokkurn veraldar mann
sem veglegt heitið bæri
auðgrund skyldi elska þann,
ef sá nokkur væri.
28.
Fjúks ef þessi firna hríð
ferleg gjörir létta
fyrr en eyktar endast tíð
efna skyldi hún þetta.
29.
Leið ei nema lítil stund,
linnti fjúkið grimma,
ítrust réði auðar grund
Ásgeirsvöll að finna.
30.
Leggst þá upp í ljúfa sæng
listafullast kvendi,
svipt var öllum sorgarhæng,
svefn þá vífið kenndi.
31.
Heim kom bóndi og hýrleg spurnd,
heftist angurs pína
þá seggur leit og seima hrund
Signýju dóttur sína.
32.
Bóndi talar baugs við skorð
þá birt hefur hún sinn vilja:
Þú skalt enda öll þín orð,
ágæt bauga þilja.
33.
Inna verður ýtum frá
enn af mærðar skóla,
árið leið so ýtum *hjá
annarra fram til jóla.
34.
Bóndi talar brúðir við,
bjartar silkihlíðir:
Vilji þið hafa sama sið
að sækja jólatíðir?
34.
Signý varð til svara fyrst,
seima lofnin fríða:
Fjærri er eg ferða lyst,
fljóð skal heima bíða.
36.
Bóndi fór og brúðir tvær
burt frá garði sínum,
Signý eftir ein var mær
angri svipt og pínum.
37.
Kveld um háttar heldur fljótt,
hér var nóg tilefni,
maður kom inn um miðja nótt,
meyjuna vakti af svefni.
38.
Forsjón þín er furðu villt,
falda þöllin mæta,
veður er úti vont og illt,
valla kannt þess gæta.
39.
Sætan fór *í serk um nátt,
sveigir trúði geira,
kastar yfir sig kópu brátt
og klæðist ekki meira.
40.
Meyjan skoðaði allt sem eitt
á þeim garði fríða,
sætan ekki só þar neitt,
so mætti ekki bíða.
41.
Aftur veik so auðar reið
ung með hjarta snjöllu,
þar var maður á meyjar leið,
mikill og stór að öllu.
42.
Fagran hjálm og fríðan stakk
Fofnirs sá hún á Ulli,
halurinn bar á herðum hnakk,
hann var búinn gulli.
43.
Heilsar uppá hringa ey
horskur skelfir fleina.
Þú munt mér, kvað þrifleg mey,
þitt hér heitið greina.
44.
Móðar heiti eg, menja hlíð,
meiðir svaraði runna,
þú hefur lofað, þorngrund fríð,
þýtt mér blíðu að unna.
45.
Hún nam svara heldur stillt,
hringa lofnin mæta:
Berir þú nafnið Móðars milt
má eg þess ekki þræta.
46.
Þinn meðan faðir fjærri er,
fleygir talaði mækja,
gjörði eg mig til gleðinnar hér,
gullskorð, þig að sækja.
47.
Sætan þóttist sjá til fulls
að sönn var mannsins ræða.
Lofa mér, segir lindin gulls,
ljúfur mig að klæða.
48.
Dvel ei við það, dyggðakring
dúka þöllin bjarta,
eg skal gefa þér önnur þing
sem öllu betur skarta.
49.
Síðan lagði sér á bak
selju gullsins ofna.
Vífið gjörði vel með mak
í vænum hnakki að sofna.
50.
Hrundin fór með horskum rekk,
hlaðin mörgum dyggðum.
Móðar frá eg með hana gekk
mætur að sínum byggðum.
51.
Móðar leiðið menja ná
mjúkt í ranninn fríða.
Hér skal Viðriks varra lá
verða fyrst að bíða.
(Íslenzk rit síðari alda. 5 bindi, bls. 2–9)
21.4 banda] < ;landa; í AM 135 8vo.
32.
erindi mun upphaflega hafa staðð á eftir 35. erindi.
33.3 hjá] < frá í AM 135 8vo.
35.2 lofnin] < ;-logninn; í AM 135 8vo.
39.1 í] < ;um; í AM 135 8vo.
45.2 lofnin] < ;logninn; í AM 135 8vo.