Vakri Skjóni (eftir ellidauðan gæðing) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vakri Skjóni (eftir ellidauðan gæðing)

Fyrsta ljóðlína:Hér er fækkað hófaljóni
bls.369
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1800
Flokkur:Sálmar

Eftir ellidauðan gæðing.

1.
Hér er fækkað hófaljóni –
heiminn kvaddi Vakri Skjóni;
enginn honum frárri fannst.
Bæði mér að gamni og gagni
góðum ók eg beisla-vagni
til á meðan tíminn vannst.
2.
Á undan var eg eins og fluga –
oft mér dettur það í huga,
af öðrum nú eg eftir verð.
Héðan af mun eg hánni ríða –
hún skal mínar fætur prýða,
einnig þeirra flýta ferð.
3.
Lukkan ef mig lætur hljóta
líkan honum fararskjóta,
sem mig ber um torg og tún,
Vakri Skjóni hann skal heita;
honum mun eg nafnið veita
þó að meri það sé brún.