Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Bogi Benediktsson d. 1803 - ort 1813 (minning) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bogi Benediktsson d. 1803 - ort 1813 (minning)

Fyrsta ljóðlína:Upprisu vissri von
bls.258–259
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt ababcdcd
Viðm.ártal:≈ 1825
Tímasetning:1813

Skýringar

Í útgáfunni fylgja kvæðinu eftirfarandi skýringar:
Bogi Benediktsson.
Tengdafaðir skáldsins, alkunnur merkismaður og að mörgu helztur allra bænda á Íslandi á 18du öld. Hann var fæddur 1723 og andaðist 10. Okt. 1803; bjó hann í Hrappsey lengst æfi sinnar. Minningarljóð þessi eru ort 1813 í Ziffru, og prentuð í „Æfi-ágripi“ þeirra lángfeðga í Viðey 1823, bls. 65–66; hér eru þau tekin eptir bókinni og tveim handritum.“
Bogi Benediktsson
Lag: upp hef eg augun mín.
1.
Upprisu vissri von
verndaður hels um nótt
Bogi Benediktsson
blunda hér undir rótt.
Heiðursvert höfðingsmanns
hold aðeins þessa dó;
mennt dyggð og mannorð hans
munu lengst uppi þó.
2.
Afsprengi margt og mætt
og mikil verka not
veita sæmd Íslands ætt
og aðstoð fram á þrot.
Mæringur feðra fróns
frægstur í sinni röð,
mörgum var mýkir tjóns
mildur þurfenda kvöð.
3.
Vandaði vel sitt ráð,
vann með jafnlyndi þraut,
mat hærra dyggð og dáð
en dramb og maktarskraut;
geðprúður, gegn í lund,
góðmenni, vinur trúr
hann lifði hverja stund
hels fram að langa dúr.
4.
Mold hans til móður hneig
í mjúkrar hvíldar skaut;
himins-deild hærra steig,
hvar síns uppruna naut.
Guð lét þeim ár og önn
úthlutuð saman tveim,
og dýrðar samnot sönn
síðar í öðrum heim.