Nýársvísa anno MDXCVIJ þá þrjár formyrkvanir sáust á einu ári á sólu og tungli. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nýársvísa anno MDXCVIJ þá þrjár formyrkvanir sáust á einu ári á sólu og tungli.

Fyrsta ljóðlína:Heilagur andi hjarta stýr
bls.337–340
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer,- þrí- og tvíkvætt aaaBBcccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1597

Með lag sem það fornkvæði: Vér lofum þann Guð sem leyst hefur oss og lét sig negla upp á kross
1.
Heilagur andi, hjarta stýr,
hverfi að því gáfan dýr,
mín að þó sé mærðin rýr,
muntu hjálpa vilja
Þundar vín að þylja.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þig við aldrei skilja.
2.
Illsku minnar eg iðrast nú,
á þér hef eg fasta trú,
að mig hafir þvegið þú
með þínu rauða blóði,
græðarinn vor enn góði.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
í þínu verða flóði.
3.
Lát mig nú með munni mín
mega tjá um dásemd þín,
í álfum heimsins öllum skín
ástin Guðs og mildi,
gjör sem greina vildi.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
haf þrælinn þinn
þínum undir skildi.
4.
Á enda trú eg árið sé,
enn þér hæfir þakklæti,
fyr lánið það þú lést í té
um langa ævi alla,
jafnt við konur og karla.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þér frá aldrei falla.
5.
Kom því lýður og lofið hann,
lausnara vorn, Guð og mann,
hugsið um í hjartans rann
herrans mildi dýra,
sem enginn út kann skýra.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
í þínu skjóli hýra.
6.
Næsta ár sem önnur með
orð sitt hefur oss Drottinn léð,
þar með blessað bú og féð,
börn og fólkið annað,
fá það flestir sannað.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þína hlífð fá kannað.
7.
Þú hefur látið í ljósi hér
linkind þá sem hentast er,
hirting þá sem höfum vér
helst forþénað stríða
hjá lést herra líða.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þungum firrtan kvíða.
8.
Þeygi kunnum þetta vér,
að þakka rétt sem verðugt er,
einkum það þú á þér ber
allan mannkyns vanda,
þú lífgjöf allra landa.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þér ei fjarri standa.
9.
Dásemd vildi dýrsta þá
Drottinn fyr því mönnum tjá,
lögmáls bölvan lagði á
lausnarinn herðar sínar,
umskurn oss það týnir.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þunga synd ei pína.
10.
Umskurn Krists er einka mæt,
aumu hjarta furðu sæt,
syndir þínar sál mín græt,
svo hennar megi eg njóta
og forðast fárið ljóta.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þína miskunn hljóta.
11.
Landmenn góðir, gjörum nú
til Guðs snúast með réttri trú,
er fyr dyrum úti sú
eymdar hörmung bráða,
nema vér njótum náða.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þína hönd við ráða.
12.
Áminningar ekki fár
oss hefur sent nú Drottinn klár,
nú um þetta nýja ár
nökkru þar við hnýta,
oss gefur á að líta.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þér frá öngvan slíta.
13.
Birtu sína bak við jól
bæði missi tungl og sól,
valt er þetta veraldar hjól
þeim villustiginn ganga
og öngva iðran fanga.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þitt í ríkið langa.
14.
Sami mánuður sem nú kvað
sól og tunglið formyrkvað
febrúarium færir það,
forði oss Drottinn voða,
að megum hans mildi skoða.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þér við hendur loða.
15.
Sama árs í ágústó
aftur tunglið myrkur bjó,
dökkvu jarðar dimmu á sló,
sem dregst yfir mánann skæra,
með umferð ófljótt bæra.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þína huggun næra.
16.
Nú þó þetta náttúran
nái að verka allt saman
er samt mesta ógaman,
ei því vilja sinna,
grimm koma gjöld fyr minna.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þína hjástoð finna.
17.
Ævi langa eru til
ærin dæmi sem gjöra skil
á því, hvör þó ekki vil
yður þylja núna,
brátt tel eg vísu búna.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
í þína hvíld hinn lúna.
18.
Mín er því í mærðar són
mjúkust ósk og hjartans bón
áður en sundrast aftur í spón
Austrar farið granna
til Íslands allra manna.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
við þína kynning sanna.
19.
Iðran gjörist alvarlig,
angra láti hvör einn sig,
að herrans reiði hræðilig
hangir yfir landi,
vex af syndum vandi.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
haf þrælinn þinn
í þínu ástarbandi.
20.
Bljúgu hjarta bænin góð
beint fylgi með táraflóð
og yfirbót það eðla jóð,
sem angrið fæðir hið rétta,
þá mun þrautum létta.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þér úr hug ei detta.
21.
Andleg, veraldleg veit það stétt
vilji Guðs hvað heimtir rétt,
hvöru tveggjum hann hefur sett
hjörð til gæslu sinni,
haf það mest í minni.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
gef þrælinn þinn
þessi heimur ei ginni.
22.
Efnið lóma landhreinsun,
líta á það Drottinn mun,
allan dreg eg af því grun
oss vill hann þá hlífa,
annars gjörum hann ýfa.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
við þín fyrirheit blífa.
23.
Höfðingjarnir helgan frið
hafi og eigist gott eitt við,
alvarlegana eg um það bið
ei sér láti spilla
ágirnd heimsins illa.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þér frá öngvan villa.
24.
Undirgefnum eg býð það
yfirvaldið hyllist að,
oss það í Guðs stendur stað
að stýra við andar voða
og bylgju hættum boða.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þína forsjá stoða.
25.
Undirferli og illsku hót,
önnur þvílík furðuljót
leggið af og lagarót,
lygi, öfund, bræði
og langtamt losta æði.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
gef þrælinn þinn
þín lækningin græði.
26.
Ekki tekst mér ósiðinn
allan telja nú um sinn,
fyr hvörn vor faðirinn
frekt á himnum reiðist
oss því illt ei leiðist.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
gef þrælinn þinn
þín hönd yfir breiðist.
27.
Umskerunst því allir nú
í hjarta með réttri trú,
lífsins búist bótin sú
bert sem fyrrum skráða
gjörir oss Guð þá náða.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þér verða samráða.
28.
Að förum gamla árið er
og sitt datum með sér ber,
þúsund önnur hálf telst hér,
í hundraði fátt þremur,
um það öllum semur.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
geym þrælinn þinn
þá dauðans stundin kemur.
29.
Nýársgjöf eg nefni þann
Norðrar bátinn ófríðan
í skammdeginu eg skenkinn fann
er skötnum nú réð senda
um alla landsenda.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
í þinni höfn best lenda.
30.
Annan vil eg óð og brag
efna þegar birtir dag,
firðar munu færa í lag
þeir fræðakugginn líta,
þann lesti löðrið hvíta.
Jesú minn, minn, minn,
Jesú minn, Jesú minn,
lát þrælinn þinn
þessari tíð vel slíta.