Um ást Guðs og hanns velgjörninga | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um ást Guðs og hanns velgjörninga

Fyrsta ljóðlína:Mér er svo ljúft að minnast á
bls.334
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaaBB - hér
Viðm.ártal:≈ 1600

Skýringar

Vikivaki. Síðasta línan er viðlag.
Fjögurra línu erindi fremst.
Vistina kýs eg víst hjá þér,
voldugur læknir meina,
annars heims og einninn hér
um stund eina og eina.

1.
Mér er svo ljúft að minnast á
mildiverkin tignarhá,
sem þú lést mig, lausnarinn, sjá,
læknarinn allra meina,
um stund eina og eina.
2.
Í eymdum gat mig móðir mín,
eg mátti kanna sorg og pín,
að höndum kom mér hjálpin þín,
hef eg það fyrst að greina,
um stund eina og eina.
3.
Þegar í móðurlífi lá
lífs anda þín mildin há
veitti mér sem vel má tjá,
verður slíkt að greina,
um stund eina og eina.
4.
Af móðurlífi leiddir mig,
loflega má eg því prísa þig.
Svo var þín aðstoð innilig
að öngra kennda eg meina,
um stund eina og eina.
5.
Miskunn þín og mildin sterk
mér veitti það dýrðarverk,
að skrautlegum náði eg skrýðast serk
þá skírnina fékk eg hreina,
um stund eina og eina.
6.
Föður og móður fékkstu mér,
fullþakkað verður aldrei þér,
nógar veittu velgjörðir.
Verður slíkt að greina,
um stund eina og eina.
7.
Þó illa fari eg með efnið mitt,
eilífur Jesús gef það kvitt,
heitorð gott mér held við þitt,
helgra sáttmáls greina,
um stund eina og eina.
8.
Þó djöfull, hold og heimur hér
hvekki marga leiki mér
þá er mitt traust á einum þér,
eilífum Jesú hreina,
um stund eina og eina.
9.
Þó svartur skuggi og synda blær
svipi yfir kristnum nær,
réttlætissólin rennur upp skær
í rausnar heiði hreina,
um stund eina og eina.
10.
Kristí orð því kröftugt er,
að Kristur sjálfur með fylgir.
Kristnin öngvan kvíðann ber
en kveikist trúin hreina,
um stund eina og eina.
11.
Á hvítasunnu heilsuvín
hæstur gaf postulum sín,
sú andans gáfan æ nú skín
yfir hans söfnuð hreina,
um stund eina og eina.
12.
Enginn er sá með öllu einn
sem er nálægur Jesús hreinn,
fágast vegurinn furðu beinn
til föðurlandsins hreina,
um stund eina og eina.
13.
Davíð segir sinn stafur á storð
sé stoltuglegasta Jesú orð,
hræðist því ekkert heljar morð,
hvað sem á eg að reyna,
um stund eina og eina.
14.
Þann líknarkrossinn kýs eg mér
sem Kristur sjálfur hlutskiptir.
Hann veit best hvað hentast er,
hvað sem á eg að reyna,
um stund eina og eina.
15.
Kóngurinn Jesús, kvinnu og börn
kvitta af náð og veit oss vörn,
svo yfirstígi óvin hvörn
en ekki beri til meina,
um stund eina og eina.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 334–336)