Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Um kross og mótgang í hvörjum menn skulu hugga sig við Guðs orð og dæmi þeirra heilögu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um kross og mótgang í hvörjum menn skulu hugga sig við Guðs orð og dæmi þeirra heilögu

Fyrsta ljóðlína:Mýk þú mærðar sæði
bls.317
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þrí,- fer,- fimm- og tvíkvætt AbAbCddC
Viðm.ártal:≈ 1600
Lag eins og Ellikvæði

1.
Mýk þú mærðar sæði,
mildur Guð, og orð[g]nótt mín,
eg svo inna næði
ástúðlega miskunn þín
er þú veitir aumum manna kindum
sem þig þó styggja síð og ár
með synda fár,
af huganum harðla blindum.

2.
Sköpun og fæðing skýra
skiptir þú oss, Drottinn minn,
vit og vegsemd dýra
veitir oss einninn máttur þinn,
afl og hreysti, auð og peninga bæði,
lukku, lán og ljúfan frið
með líkn og grið,
líka um lönd sem græði.

3.
Einninn orð þitt sæta
út um heiminn hefur þú breitt,
oss sem best kann bæta
bölið og sálar stríðið heitt.
Er það ljós fyrir allra manna fótum,
þeim sem stunda í himna heim
en hafna seim
af hjartans hæstum rótum.

4.
Samt eru þó villtir
seggir margir heimi í,
synda og saurleik spilltir,
að sinna þeir ekki ljósi því
er skærra sólu skín um veraldar grundir.
Meina þeir því að meinsemd öll
muni lukku göll
himins hjóli undir.

5.
Segja því samróma
sárlega ólukkan sver,
vænan veraldar sóma
verða missa í heimi hér,
firrtur heilsu en fári píndur sára.
Betri að sönnu er bráður deyð
en búksins neyð
bera um margt ára.

6.
Enn eg aftur inni
öllum þeim það segja mér,
að neyð sé miklu minni
meinsemdir líkamans bera hér,
heldur en lifa heimsins eftir vildum
og tapa lífi en týna sál
fyrir tállegt brjál
og gleyma Guði mildum.

7.
Því heill ei hittist stærri
en herranum Jesú líkjast mest
og í ástsemd skærri
ánauð holdsins bera best,
oss hvör að gaf eftirdæmi þetta
meðan hann hafði í heimi dvöl
og hættlegt böl
af veröldu vildi létta.

8.
Erfiði æ vill veita
allt þá gengur manni í vil,
að brauði lífsins leita
og lausnarans Jesú flýja til
og láta ei djöful lifnað mínum spilla
þá ýtar tauminn allan ljá
fyrir utan þrá
holdi og heiminum illa.

9.
En ef aum vill stanga
angursemi brjóstið manns
og mjög margt móti ganga
mun þá lækning best til sanns
vonina setja víst á herrann Kristum
og þolinmóðlega þessa kvöl
og þunglegt böl
líða í lífsins vistum.

10.
Og hafa í hjartans byggðum
hugsun þessa allan tíð,
að með aumum hryggðum
elskan Drottins harla blíð
lokka vill oss ljúflega til náða.
Er það skóli æðstur einn,
ei annar neinn
eykur iðran bráða.

11.
Því þetta er það verkfæri
er þýður Drottinn tíðkar hér,
lýðir svo að læri
lofgjörð dýra að veita sér.
Af því er það allra manna sinni
að heiðra Guð í hjarta sín
þá hörð er pín,
ást er annars minni.

12.
Og meðan eymdin stríða
angrar mannsins hug og geð,
hold og hlýtur að líða
harða pín og ásókn með.
Meina eg að girndin synda burtu sveimi
en hefjist Drottins heiðran góð
í hyggju slóð,
svo traust sér trú ei feimi.

13.
Eins sem oss bevísa
orðin Davíðs staðfastlig,
Guð þá gjörði hann prísa
fyrir gæsku þá hann hirti sig.
Sú var bótin best á sálu minni
að þú settir þjáning mér,
eg þakka þér
þar fyrir mörgu sinni.

14.
Ó, hvað aumt er þetta,
ekki hugsa um slíkt par,
heldur holdið metta
hófsemdarlaust hér og hvar
og ráfa eftir ríkdóms ljótum fanga
hafandi vols og hofmanns heit,
í hvörri sveit
vill svo veröldin ganga.

15.
Sjónar sjái þú steini
seggur hvör sem hittast má,
soddan synda meini
sárlega klemmdur jörðu á,
hvörja að Kristur, kóngurinn himna láða,
hefur oss skenkt sem hryggðin sker
í heimi hér
huggun heilla ráða.

16.
Meðan að mótgangs pressa
maktarstór að skrúfar þig,
haf þú huggun þessa,
hjá þér skal eg halda mig
og síðan burtu slíta þig úr pínum.
En þú skalt heiðran hér á mót
af hjartans rót
mér veita með vörum þínum.

17.
Því hvörja sem hef eg kæra
hryggðar snæru hirti eg mest
og ástsemd auð fræða
eg hefi við son þann fest,
sem strýki stríðum mótgangs vendi
svo það merki mætt á jörð,
sjá mína hjörð
setta af sjálfs míns hendi.

18.
Svo sem sjást má víða
á sannarlegum þjónum mín,
hvörja eg hefi tíða
har[ð]lega plagað líkamans pín.
Davíð kóng og Daníel einninn líka,
settu fyrir þitt sjónar gler
sem sómir þér,
hag og heiðran slíka.

19.
Augljóst Abels dæmi
Abrahams og einninn sést;
haf þú hér af næmi
hygg að Jobi eymdum best.
Tobías, Jóhanns trú eg að þessar hryggðir,
Sara og svo Súsanna
með sorgar þrá,
hrepptu um heimsins byggðir.

20.
Og ef fyrir utan rétta
ertu tyftan þessa heims,
sem fyrir þjáning þétta
þeir hlutu og varnan seims,
hvörja eg hefi hér upp talt með mæti,
hjábarn víst þú heitir þá,
þar hugsa á,
en ei minn sonurinn sæti.

21.
Hvör er nú heims um stræti
haldinn slíkri villu í,
að af ástarlæti
unni meira góssi í því
er veðurs höllin veita kann með blíðu,
heldur en það sem herrann þér
nú heitir hér
af huganum harla þýðum.

22.
Eg með öllu játa
innilega í hjartans grund,
að eg í allan máta
útvel heldur hryggðarmund,
með þeim sem að mæðu þoldu stranga,
heldur en auð og Heródes makt
með hefðar frakt
um daga lífsins langa.

23.
Því hvörjir sem hljóta að líða
harmafreisting þungri í,
hryggð og harðan kvíða
svo hjartans trú í stríði því,
dýrmætari og dyggðugri sé fundin
til dýrðar og heiðurs Drottni þeim
er dæmir heim
þá komin er Kristí stundin.

24.
Þeir munu í himna höllu
hæsta gleði og huggun fá,
meir en má með öllu
mælast út og skýrast frá,
því eins sem Kristí í oss gnæfir pína,
gnæfir svo líka huggun hrein
í hjartans grein
fyrir miskunn frelsarans fína.

25.
Og þó sorgin særi
í sólar kjöri nökkurn mann,
þá samt þessi næri
þýðleg huggun hjarta rann,
að stundlegt stríð og styggðin léttbær síðar
eilífa dýrð útvegar oss,
strax eftir kross,
unanir og svo fríðar.

26.
Af því drengir dýrir
deyðing Jesú lausnarans
bera í bragði hýrir
í byggingu líkamans,
svo að ljúfast lífið Jesú mætti
í oss verða opinbert,
æ öllum gjört
með dýrstum dyggðar hætti.

27.
En sá með kónginum Kristí
kenna hlýtur nökkra neyð,
hann trú eg hjá honum gisti,
hafinn í burt úr sálar deyð
upp til dýrðar æðstu himna hallar,
aumri þrælkan allri frá
út slitinn þá
er göfugan Guð á kallar.

28.
Því blóðið benja æða
blessaður af þér, Jesús minn,
sár kann sálar græða
fyr signaða guðdóms kraftinn þinn.
En þú sjálfur, eðla herrann mæti,
tár af augum tekur best,
þá trú hef eg fest
mér í minnis sæti.

29.
Fyrir það færi eg enn mildi,
faðirinn, dýrsta lofgjörð þér,
það þú þanninn vildir
þýðlegana sýna mér,
hvörsu völt er veraldarinnar blíða,
minn Guð, minn Guð, minnstu mín
fyrir miskunn þín
og bæt mér bölið og kvíða.

30.
Gef að geti eg umflúið
glæpa kastið ljótt og leitt,
en mér aftur snúið
af helvítis vegi greitt,
hvörn eg hefi hlaupið um ævi mína
en orði þínu að gáð ei,
óhei, óhei,
sorg vill sálu pína.

31.
Allt fyrir augum mínum
er nú æviskeiðið ljóst,
Kristur af krafti sínum
kæli nú mitt heita brjóst
með blóði því sem burt af hjartans æðum
í kvölinni ört út rann.
Ó, Guð og mann,
nú lát mig ná þeim gæðum.

32.
Sjálfan sannleiks anda
sentu mér í hjartað inn,
svo að hann sjúkleiks vanda
svipti af mér í hvört og eitt sinn.
Lát mig njóta lækja þeirra enu rauðu
er hrundu niður um harðan kross
til hjálpar oss
að blessuðum búknum dauðum.

33.
Því veit eg að vísu, herra,
að viltu ekki dauðann minn,
heldur eg hvörfi af verra
og hugsi um stranga dóminn þinn
og heiðri þig af hjarta og öndu minni
svo að eg erfi sælu há,
þér sjálfum hjá
en ánauð allri linni.

34.
Í hjarta því er eg hraustur,
að hefur þú þetta sagt við mig:
Kom í trúnni traustur,
taka skal eg úr eymdum þig.
Erfiði skal eg öllu af þér létta
og endurnæra öndu þín
fyrir undir mín
með réttlætinu rétta.

35.
Því hvör hann hefur í sinni
hjartans byggð þá trúna fest,
að af ánauð minni
aukist honum hjálpin mest.
Sá skal lifa sannlega þótt væri
sokkinn niður í sáran deyð
fyrir synda neyð,
sjá það son minn kæri.

36.
Óh, minn æðsti bróðir,
eg fyrir þetta þakka þér,
að lifanda lífsins slóðir
látið hefur þú kynnast mér.
Sálu minni sú er hin besta kæti
að eg á von til eilífs lífs
án andarkífs
í hæstu himna sæti.

37.
Úti er orða færi
og efnað tal um mótgagns mein,
alla oss endurnæri
eilífa Drottins gæskan hrein
er nökkra hljótum neyð eður kvelling kanna.
Huggi oss í hjartans lund
á hvörri stund
herrann himna ranna.

(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 317–321)