Átta línur (tvíliður) þrí,- fer,- fimm- og tvíkvætt AbAbCddC | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (tvíliður) þrí,- fer,- fimm- og tvíkvætt AbAbCddC

Kennistrengur: 8l:[o]-x[x]:3,4,3,4,5,4,2,3:AbAbCddC
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er átta línur og eru fyrsta, þriðja og áttunda lína þríkvæðar og óstýfðar. Önnur, fjórða og sjötta lína eru ferkvæðar og stýfðar. Fimmta lína er fimmkvæð og óstýfð en sú sjöunda tvíkvæð og stýfð. Í fyrrihlutanum er rímið víxlrím þar sem saman ríma fyrsta og þriðja lína og svo önnur og fjórða enda má segja að hátturinn sé tvískiptur. Í seinnihlutanum er svo klofarím þar sem annars vegar ríma fimmta og áttunda lína og hins vegar sjötta og sjöunda. - Undir þessum hætti eru helgikvæðin Niðurstigningarvísur og Vísur af Máríu Magdalenu II. Niðurstigningarvísur eru eignaðar Jóni biskupi Arasyni.

Dæmi

Píndur á Pílatus dómi
pústra fékk og hálsins slag,
vor var faðirinn frómi
festur á kross um miðjan dag.
Sólina gjörði svarta en björgin sprungu,
urðu myrkur af ógnum þeim
um allan heim
er gaddar Guðsson stungu.
Niðurstigningarvísur, 22. erindi

Ljóð undir hættinum