Jesú eptirbreytni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jesú eptirbreytni

Fyrsta ljóðlína:Hvað kemur heimurinn
bls.69
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt ababcdcd
Viðm.ártal:≈ 1800
1.
Hvað kemur heimurinn
og hans það er við mig
nær fús og fastheldinn
fram geng eg Jesú stig
mjög trúr í minni stétt
og meinlaus eins og hann,
heiðra Guð, hefst að rétt —
um heim hvað varðar þann?
2.
Hve keppist heimur því
sem hátt er sagt að ná!
Öll vegsemd veröld í
völt hvað er gleymist þá.
Eg leita lofstírs mér,
lausnari minn sem ann,
hann einn minn heiður er.
— Um heim hvað varðar þann?
3.
Það blekkir heimskan heim:
hann meinar óvalt gull,
en jarðar engan seim
eignast gröf moldar full.
Eg treysti á ekkert hér
utan það vara kann;
Jesús mín auðlegð er.
— Um heim hvað varðar þann?
4.
Heimurinn metur mest
munaði að kætast í,
en öndin aldrei sést
una til lengdar því.
Mig fær ei vín og vist
vélað sem ríka mann;
einn Jesús er mín lyst.
– Um heim hvað varðar hann.
5.
Hvað snertir heimur mig?
Hann frelsi er einskis manns;
nær dauðinn sýnir sig,
sökkur öll maktin hans;
gull hans er glæruskin,
gleðihjóm brátt af rann.
– Eg Jesúm á að vin, –
um heim hvað varðar þann?