Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Samtal á millum Dauðans og syndugs manns | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Samtal á millum Dauðans og syndugs manns

Fyrsta ljóðlína:Vísur einar vil eg hér byrja
bls.254
Bragarháttur:Hrynhent
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612

Skýringar

Sett upp í fjögura lína erindi
Með Liljulag

Er áminning til christilegs andláts

1.
Vísur einar vil eg hér byrja,
virðar hlýði á þetta smíði,
svo fræða grein með fáum orðum
fram sé sett af efni réttu.

2.
Það er upphaflegast ætíð fyrsta
á efni hvörju ef mann vill byrja,
að biðja Guð með blíðu hjarta
sitt bæta ráð með orða sáði.

3.
Góðfúslegana gjöri eg að biðja
græðarann Christum Jesúm fyrstan,
að mælsku andann mér hann sendi
og mærðar blóm af orða rómi.

4.
Mér gengur það til þó gjöri eg þetta,
ef garpar vilja nökkrir skilja,
læra þó að lítil væri
ljóða grein af hjarta hreinu.

5.
Samtal Dauða og syndugs mannsins,
segi eg rétt er efni þetta,
ljúfir mega það lýðir skilja,
að ljóða vers er gjör af þessu.

6.
Kemur Dauði og kalsar þanninn
með kaldri lund í samri stundu:
Þér vil eg greinir þrennar skýra.
Þanninn talar hann nú við manninn.

7.
Þrír hlutir að þessir eru,
þeygi blíðir sem á þig stríða.
Þú átt þinn að missa máttinn,
mekt og líf í Dauðans kífi.

8.
Fyrst er djöfullinn öllum illur,
annað er vond samviskan manna,
þriðji er mestur og það er Dauðinn,
í þessum greinum að svo má meina.

Maðurinn:
9.
Hvört geisandi hingað æsir,
hvað viltu, hinn illi spillir,
hvaðan komstu helst af láði,
hvört sveimar þú nú um geima?

10.
Illúðlegur ertu að öllu,
ekki frýnn með síðar brýnnar,
skinin víða með skörnug beinin,
skart er horfið allt eð bjarta.

Dauðinn:
11.
Eg er sá sem angur og trega
eyk enn gjarnan firða bleika,
Adams börn með öngvar náðir
öll úr þessum heimi kalla.

12.
Dauði heit eg, drep eg lýði,
drjúgum fjör af mönnum kúga,
eg felli víða firða snjalla,
fróða, heimska, illa og góða.

Maðurinn:
13.
Allt sem hefur önd í lífi
eyðist mjög í þinni reiði,
fúll og illur ertu að öllu,
allar kindur við þér hrinda.

14.
Dómlaust tekur þú héðan úr heimi
hvörja kind og sviptir yndi,
hræðast víða höldar Dauðann,
hann er mestur óvin manna.

Dauðinn:
15.
Víst er það þá verð eg hastur,
vinn eg flest með pílu minni,
girtur synd og sverð í hendi,
svo mig Adam bjó til víga,

16.
þá í fyrstu hann fjandinn hreysti
en framdi synd og missti yndi,
varðengillinn vild Guðs gjörði
og vísaði þeim af Paradísum.

17.
En þér þýðist ávallt síðan
illgjörðir og synda villu,
má því Dauðinn mönnum eyða
mest fyr synd og Adams lesti.

Maðurinn:
18.
Má þá ekki undan hrökkva
en forðast illa þetta morðið?
Blíðkast muntu beint fyrir lýða
bænastað og gullið væna.

Dauðinn:
19.
Satt er að ei má setja á flótta,
sinni eg ekki um Fofnis inni.
Eg hirði lítið um hjástoð firða
hoskar öngvum mikill þroski.

20.
Síðan Adam sviptist prýði
og slektið manna ormurinn blekkti
orðið hafa allir firðar
aumir og ríkir mér að líkjast.

21.
Muntu nökkuð mega vænta
meira styrks en einhvör þeirra.
Hvörki sér þú Samson sterka,
Salamon né Absalonem.

22.
Nenni eg ekki nú að sinni
nöfnin þeirra að greina fleiri.
Engin er von að þú munir
undan komast dauðastundu.

23.
Kóngar, herrar, karskir og ungir,
klerkar fróðir, hofmenn sterkir
hafa kannað helstíg þennan,
hraustir menn og að afli traustir.

24.
Sonur Guðs að sig lét pína,
syndum eyddi á krossi deyddur;
enginn fæddist auðnu gæddur
jafn að prýði fyrr né síðan.

25.
Gjöri eg ei fyrir gáfur stórar
greinarmun á manni neinum.
Læt eg herra ljúfa og mæta
lýða eina neyð og sveina.

26.
Þó þú hefðir horskar dróttir,
og húsin full af rauða gulli,
fljótt mundir þú fara verða
með fölvan krans í dauða dansinn.

Maðurinn:
27.
Mund eg að sönnu margt til vinna
mætta eg með nökkrum hætti
forðast Dauðans fundinn harða,
firrast kíf en halda lífi.

28.
Fljótt kom að mér uggur og ótti
er eg sá þig hingað ráfa,
ógurlegur ertu í augum
og ærið grimm er Dauðans dimma.

Dauðinn:
29.
Náttúra manna nú er þanninn,
næsta veik þá hugurinn reikar;
nógir verða nýtir firðar
af návist minni harla tvistir.

30.
En það er þó ekki að sennu,
utan svefn og gleðinnar efni.
Fyrst þú trúir fast á Christum,
þá firrist sálin vítis bálið.

31.
Þar til með má þig það gleðja,
það er að sönnu lífsins vaðið,
hurð og dyr til himna dýrðar
helst fyr fróma eftir dóminn.

Maðurinn:
32.
Þitt uppsátur eflir grátinn,
uggir mig þó lítið huggi,
stelandi fer þú hvörn dag hendi
og hrífur í burt úr æðum lífið.

33.
Hvar þú stendur helst á hleri
hafa þeir einhvörn þann til grafar,
líður líf sem ljós af húsi,
lagður í jörð að skömmu bragði.

Dauðinn:
34.
Þó að eg þanninn öllum eyði
eftir náttúrunnar hætti,
þakka mega þetta rekkar
það eg alla héðan kalla.

35.
Frá svo margri synda saurgan,
sorg og nauð sem andar dauða,
mundu ellegar margar syndir
mega drýgja á villustigum.

36.
Heiðnir mig á hvörn veg heiðra
og halda framt af mínu valdi,
hörmulega þó heimvon eiga,
hvað mega þá gleðjast aðrir.

37.
Þeir sem treysta og trúa á Christum
og taka hans orð í ritning skorða,
öllum þeim í öðrum heimi
er auðnan vís í Paradísu.

38.
Það er gleymska og þ[r]sleg heimska,
að þreyja mjög þá aðrir deyja,
trú eg lítið tjái að sýta;
Tartara menn hafa siðinn þennan:

39.
Hörmulegana hvör sér barmar,
þá kemur hjá þeim barn í heiminn,
þegar gráta þeir ókátir
að það skal fæðast til armæðu.

40.
Þeir sem koma í þennan heiminn
þvingan líða og harmastinga,
með armæðu sér afla fæðu,
eymd og sorg um kvöld og morgna.

41.
Þar í gegn þeir gjöra að fagna
þegar að andast þeirra landi,
að hann skal frá allri mæðu
ofsa feginn héðan deyja.

42.
Ættu christnir allir þetta
einkanlega að hugsa og þenkja,
að þeir hljóta eftir dóminn
eilíft líf en forðast kífið.

Maðurinn:
43.
Sanna muntu sjálfur framar
segja vilja svo að eg skilji,
hvör þig sendi helst til landa
hingað til mín með sótt og pín.

Dauðinn:
44.
Sanna má eg segja kunna,
svo og vil eg að þú skiljir,
hvörnin Drottinn hefur að fornu
háttulega skikkað réttinn.

45.
Að þú skyldir auðnu fylldur
ekki á móti hans boðorðum brjóta,
líka bauð sá leysir af dauða
lögmáls stilling þér að fylla.

46.
Mun það engin mannleg tunga
mega skýra orðum dýrum,
hvað þér veitir enn dýri Drottinn
dásamlegur hér á vigri.

47.
Ættir þú af öllum mætti
einninn að hlýða því sem hann býður,
boðorða stilling beint að fylla
og brjóta hönum ekki á móti.

48.
Enn þú hefur ei að sönnu
eina fyllt af lögmáls greinum,
því hefur Drottinn, sviptir sótta,
settan mig að straffa þetta.

49.
Gamli Adam girntist bramlið,
Guði að líkjast himna ríkja.
Inn hann setti þig í þetta,
að þola nauð og harðan dauða.

50.
Sá nýi Adam nú hefur friðað
nauðum þig og andar dauða,
þar með fúlan fjandann bundið
og frelsað þig af djöfla helsi.

51.
Því er best á hann að treysta,
þó óviljugur hér við skiljist,
órétt lýða aðrir þættust
ef þú hér skalt eftir vera.

Maðurinn:
52.
Enn eg hygg þig eigi dyggvan,
oft eru verkin þín á lofti,
óboðinn með öllu læðist
inn í slotið sem í skotið.

53.
Fellur þú með fólsku alla
fræga menn og öngvum vægir,
óvænlegur ertu sjónum
og ekki neinu betri að reyna.

54.
Herra Guð sá himnum ræður,
hjálpa þú í þessu gjálpi,
hvörninn má eg hér við sporna
og harða standast svipting andar.

Dauðinn:
55.
Vertu sterkur í hug og hjarta,
hræðast skaltu öngva mæðu,
set þitt traust á sjálfan Christum,
svo þú megir glaðvær deyja.

56.
Hafir þú nú heldur vafist
haturlega í synda klatri,
þetta og annað þyngir réttinn
þú ættir með réttu að bera.

57.
Þar fyrir máttu þola þetta
þakksamlega og til þess hlakka,
að þú kemur eftir dóminn
í Guðs ríki og englum líkur.

58.
Fel þinn anda fyrst á hendur
föðurnum með öllum öðrum,
þeim þú átt og yfir varst settur.
Um það virðist hann að hirða.

Maðurinn:
59.
Ungan mig þú illa angrar,
þú ættir um hríð mín litla að bíða,
ei lengur en hefða eg fengið
ærið skegg og gráar hærur.

60.
Óvart komstu að fyrir skömmu,
enn til mín með hrygg[ð]ar línu,
andstyggðin með ærnum móði
af þér fæst og bölið stærsta.

Dauðinn:
61.
Ekki leynist eg að neinum,
undan mér eg sendi stundum
litla sótt þá linar þróttinn.
Hún lýðum boðar þennan voðann.

62.
Vita mega það virðar teitir
víst að eiga þeir að deyja
þá að tími þann er kominn,
þó það undan dragist stundum.

63.
Þar fyrir ættu þeir með réttu,
þar með lúa við að búast,
fljótt svo með mér fara mættuð,
en flestir þeim búningi fresta.

Maðurinn:
64.
Upp hef eg í okkar skrafi
eina spurn, en þú mátt greina,
því þú ert svo allri firrtur
andlits fegurð og hræðilegur.

65.
Dauði, þú ert drengur leiður,
drjúgum munu þig ormar sjúga,
hvítan blett má hvörgi líta,
fyr holdfúa og andstyggð moldar.

Dauðinn:
66.
Undrar mig á margar lundir
mjög vel hvörsu þú spyr að þessu,
eða mig í orðum níðir;
enn skal þetta skrafa af létta.

67.
Þanninn verður þú að sönnu,
þá þitt hold er fúið í moldu,
öngvu betur ertu að líta,
aumur, þótt þú mig nú spottir.

68.
Mér líkist þú mest að slíku
og mun það fara sem mig varir.
Þetta um síðir þú skalt líða,
þóttú brjótist frekt á móti.

Maðurinn:
69.
Á eg þessa alls að missa
og með dauða að ganga snauður
auðæfanna er eg hefi
eigingjarn hér saman safnað.

70.
Þyki mér nú þetta mikið
þanninn heljar stíg að kanna,
veröldin mun víst mér halda,
við hana lengi hef eg fengist.

71.
Eigi má fast á hana treysta,
aldrei neinum vel hún reynist,
gagnar lítið góðum þegnum
gull og auður eftir dauða.

Dauðinn:
72.
Satt vil eg þér segja þetta,
sælist eg á öngvum þrælum,
lítið hjálpa lagadeilur,
líka deyja þeir enu ríku.

73.
Þó þeir treysti mikið á máttinn,
mekt og auð sem dýrlegt slekti,
án efa þeir yfirgefa
allan reikning þá eg kalla.

74.
Láttu hjá allt líða þetta,
láttu heiminn góssið geyma,
láttu sem þú lítið ættir,
láttu falla líf og þráttan.

75.
Af öllum mætti engla stillir
þú ættir um lið og náð að biðja,
svo hirðmaður hans þú verðir.
Hann mun raunar fullvel launa.

76.
Þeim sem hafa í þessum heimi
þjónað undir guðdóms trónum
öllum þeim, er á hann trúa,
er búin vist hjá hönum Christí.

77.
Það er miklu þyngri skaðinn,
ef þolir sálin vítið, bálið,
en þó að þú eitt sinn kennir
litla pín á líkama þínum.

78.
Líkamans dauðann lýðir hræðast
langtum meir en sálar þröngvan.
Er þess von því æ fyrir sjónum
er hann þeim í þessum heimi.

79.
Enn vér sjáum aðburð þennan
allvíða hjá christnum lýðum,
að tignar líkin tyggja ríkra
troðast undir fótum stundum.

Maðurinn:
80.
Nú verð eg fyrir nauðung harða
næsta að kanna hörmung stærsta,
hrelling sú í huganum svellur,
hlýt eg nú frá önd að slítast.

Dauðinn:
81.
Lítið hefur þú lært af Pétri,
lærisveini Christí einum,
viljugur sem vel má skilja
varð hann feginn héðan að deyja.

82.
Postulinn einninn Pálus fýstist
pínu fljótt að líða sína,
líkama sinn með list gat tamið
og langaði til að vera minn fangi.

83.
Einninn Dauðann oftar girntust
aðrir Drottins píslarvottar,
að sálin fljótt frá syndum mætti
sendast burt í Drottins hendur.

84.
Hafi þér með heiðri lifað
hér á jörð til orða og gjörða,
þanninn ættir þú að sönnu
þig að búa við Dauðans þrúgan.

85.
Þá mundir þú þennan fundinn
þeygju hræðast sviptur mæðu.
Sumir menn það segja frómir
sá svefnhöfginn margan göfgi.

86.
Christur þig af kvölum leysti,
Christo áttu að þjóna fyrstum,
Christur er sá kærleiks neisti,
hjá Christo mun þín sálin gista.

87.
Einkanlega áttu að þenkja
á þá frygð í himna byggðum,
sem að traustur túlkurinn Christur
trúuðum hefur fyrirbúið.

88.
Vini finnur að vísu þína
vel sinnaða og heldur glaða,
þar með er þar eilíf gleði
og óþrjótandi elskubandið.

Maðurinn:
89.
Hraða þú þér hingað, Dauði,
og hríf sem fljótast burtu lífið,
svo að mætti sálin réttan
sinn brúðguma Christum finna.

90.
Far nú vel þú fagra jörðin,
frakt og góss sem veraldarmaktin,
vil eg að sönnu við þig skiljast
en vona upp á Máríu soninn.

91.
Á mér sjái eftirdæmi,
ýtar prúðir þar við búist,
að þeir eiga eitt sinn deyja,
er sá dugs sem þar um hugsar.

92.
Af jörðu var eg að vísu gjörður,
verður holdið aftur að jörðu,
nakinn kom eg hér í heiminn,
mig hefur nú snauðan burtu Dauði.

93.
Verið glaðir, vinir góðir,
og varðveiti Guð alla yður,
hittunst vér hjá helgum Drottni
í himna höll með gleðskap öllum.

94.
Þökk hafi allir þýðir rekkar,
þeir sem hér í kringum eru,
fyr alla yðar æru og snilli
og sú hjúkan við mig sjúkan.

95.
Fari nú vel hin fögru dýrin,
fugla kyn og allt aldinið,
sól og tungl sem akur og engi,
uxar, plógur og aldinskógar.

96.
Sætu börnin, syni og dætur,
sé eg grátandi fyr mér standa,
eilífur Guð allrar náðar
yður hlífi í þessu lífi.

97.
Guð sé yðar einka faðir,
elsku börn og hjálpar vörnin.
Hann mun yður hugga að sönnu
háleitur og náðir veita.

98.
Hér er nú mín húsfrú kæra,
harmþrungin og mjög sér barmar,
að eg skal frá öndu skiljast.
Ofsa mikið mér þetta þykir.

99.
Höfum við með heiðri lifað
í heimsins byggð með alls kyns dyggðum.
Dauðinn meinar allt að einu
okkur lengur saman að tengja.

100.
Þú hefur mín hjástoð verið,
hjartans kær með elsku parta,
hljóttu sprundið hylli Drottins,
hamingju lán og mestan frama.

101.
Haltu þig með heiðri alltjafnt,
hringa fríð, við alla lýði.
Okkar börn í ótta Drottins
aga þú með besta lagi.

102.
Raunar dygg og í ráðum hyggin,
refla skorð, og góð í orðum.
Við munum finnast fljótt að sönnu
með frygð og gleði í himna byggðum.

103.
Heldur vil eg hvað sem veldur
huganum nú frá mönnum snúa.
Gleði og heill fái gunnar allir
og Guð sé vörn fyrir mínum börnum.

104.
Flýt eg mér til fóta Drottins,
framfallandi á hann kalla,
meðkennandi mínar syndir,
má eg valla barn þitt kallast.

105.
Í svo margri synda saurgan,
svo einatt hef eg hér í heimi,
frá mér styggt og einskis aktað
anda helgan allskínanda.

106.
Þunglega mig þetta þvingar
og þokar að mér synda okið.
Góði Jesús, guðdóms blómið,
gef mér vægð og náðar nægðir.

107.
Fýsir mig að fara til Jesúm.
Eg fel minn anda hönum á hendi.
Eg hefi mig áður gefið
í þitt vald með christnu haldi.

108.
Sálina mína sviptu pínu,
sálin vill þig helst aðhyllast,
sálin hitti sæmd hjá Drottni
og sína vini á himnum finni.

109.
Eilíft lof um aldur og ævi
allsvaldanda kóngi gjaldist,
föður og syni, frelsara landa,
fremst vandað, og heilögum anda.

(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 254–260)