Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þetta er eitt kvæði um syndir og aðra ósiðu þessa heims | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þetta er eitt kvæði um syndir og aðra ósiðu þessa heims

Fyrsta ljóðlína:Ölum heimi ótrú spillir
bls.234
Bragarháttur:Hrynhent
Viðm.ártal:≈ 1600

Skýringar

Sett upp í fjögurra lína erindi.
Þetta er eitt kvæði um syndir og aðra ósiðu þessa heims.
Ný vísa með Liljulag.

1.
Öllum heimi ótrú spillir,
allur nær er kominn að falli,
ysti dómur herrans hæsta
í hendur fer og veraldarendi.

2.
Ræð eg það af því sem spáði
þegar áður en fór af láði
Christur upp á himininn hæsta
og um heims enda þetta kenndi.

3.
Nálega mun á villtum vegi
víða ganga margir um síðir.
Lestir og skamm er um koll mun kasta,
kurt og æru þó nökkur væri.

4.
Gjörvallt það sem Guðs son tjáði
greinilega hér í einu,
á Íslandi þó ekki fyndum
annarra viðlík dæmin manna.

5.
Hvar skal upphaf vísu vera?
Veit eg eitt ef þarf að leita.
Efnið sjónóg undir að stofna
alls staðar finn eg vísu minni.

6.
Guðs orð fyrst vér geymum næsta
gleymskulega því erum heimskir,
öngvan tekur eftir að langa
andar brauði á móti dauða.

7.
Öngvan þyrstir, öngvan hungrar,
öngvan þr‡tur hvað vill n‡ta,
enginn harmar, enginn þyrmir,
enginn stríð Guðs vegna líður.

8.
Þorsti andar er og lysting
eftir fæðu, sem nú um ræði,
og þeir í anda öllum stundum
eru volaðir og ofsókn þola.

9.
Þær eru dyggðir og þúsund fleiri,
þandar út af voru landi,
en í staðinn hinn ærusnauði
óvandinn með synda grandi.

10.
Væri þing þó vildum ei ganga
viljugir orðið Guðs að skilja.
Meira er það að margir troða
þann mæta fésjóð undir fætur.

11.
Og af því vér erum svo bágir
að ekki viljum hið góða þekkjast,
því fyllunst upp af ósið öllum
og annað ei girnunst nema bannað.

12.
Skeytandi ei hvað skaparinn lætur
sk‡ra þrátt um allar áttir,
einum Guði ekki þjónum
en náunganum verðum þungir.

13.
Rekkar öngvir reiðir stökkvi
þó ræði eg fátt um heimsins æði,
frómum mönnum þyl eg ei þennan
þátt en sneið sé þeirra eð reiðast.

14.
Hvaðan er sú hefnd og reiði,
hatur og þrátt með flokkadráttum,
sem líf og æru annars kefur
fyr öngva sök eður litla löngun?

15.
Hvaðan er réttarránið skæða?
Ræður, þótti og manna slóttur.
Lög eru úti lögð á hauga
þá l‡ð fátækum úrskurð smíða.

16.
Hvað skal mönnum helst í sinni?
Þeir hugsa ei hvað muni segja
Drottinn, lög og dóm er setti
dyggð til liðs en skömm til hryggðar.

17.
Hvað mun kenna höldum þanninn
með hind að leysa rétt og binda,
ljósar greinir láta vera
lög í dag, á morgun bögur?

18.
Hér með góss sem eign og óðul
annarra draga til sín manna
en vita rétt fyr dýrum Drottni
dauða vert er móti að nauða.

19.
Eiður á sálu sá er fallinn
með sönnu að hjálpa öllum mönnum.
Mun hans verða gætur gjörðar
og gáð í vanda hvörjum standi.

20.
Lausbeislaðir svalla um s‡slur
saurlífismenn og kunnir að þ‡fi,
höfuðlausum hjálpa fúsir,
hjálparlausra björg út ausa.

21.
Því vaxa syndir og verstu hneyksli
vill hvör siðum góðum spilla,
ótrúskapur undra glæpir
álit rangt í móti viti.

22.
Öfund bæði og ágirnd stundum,
opið rán á annars láni,
hórunnar römm, hér með blóðskammir,
háðgjörn lygð á milli byggða.

23.
Og hvað annað er um kann ræða
ætíð vafið með ranglæti
líferni vort og lát út hófi
og lýtin mörg sem við oss hn‡tum.

24.
Allt er þetta af einni sprottið
aðalrót með gróða ljótum,
uppruninn er allra saman
einn sem áður eg fyrr um skráði.

25.
Um orð því Drottins ekki hirðum
og annað heldur en lífsbraut sanna.
Fara lystir, fyrir því köstunst
í forræði viðlík snauð af gæðum.

26.
Það klagar hvör með hryggvum huga
hjörð sem geymir Guðs á jörðu,
kvíða við þeirri kvöl og voða
að klæki synda flestir rækja.

27.
Þar hafa skáldin skýr með snilldum
skællega byrjað um að mæla,
að lokkað gæti lýð frá hrekkjum
og leitt til Christs með afbrags listum.

28.
Fyrr og síð hafa fólki boðið
fornum glæpum við að sporna,
því að laun í heimi hinum
hvör fyndi fyrir dyggð og syndir.

29.
Stofn er þetta einn og efni
allra kvæða er vorir bræður
drjúgum hafa diktað frægust
og djarfir verið í sínu starfi.

30.
Heims ósómi er héðan kominn,
hugvekja þar efnið tekur,
nauðboginn og öll hin önnur
eru af brunni þessum runnin.

31.
Berlegana koma við kaunin,
með Christí orðum vilja forða
illum voða og andar spjöllum
yfir agalausa ei fjöður draga.

32.
Öngvir vilja áminningum
aðgæta né kenning mætri
sem það væri svefn og órar
er sannast prestmenn öllum kenna.

33.
Gagn oss hugðist gjöra þess vegna
og góðum mönnum vildi bjóða,
biskup vor með ráði röskvu
ritning prenta lét til menntar.

34.
Að þar mætti allir hitta
orðið Guðs, sem gaf oss forðum,
fésjóð þann að flestir kynni
finna, lét því Biblíu vinna.

35.
Samt er þetta uggur og ótti,
ógn og stríð hjá sveitum lýða
sem hugga ætti hjartað glöggvast
og hrinda burtu girndum synda.

36.
Þakka látast lítt eður ekki
þó leið þeim hér með vildi greiða,
aðrir upp með öfund og reiði
og úlfúð stökkva þeygi prúðir.

37.
Viltu, segja þeir, vera stoltur
og vanda prentverk hér í landi.
Þrifunst áður en þínar hófust
þarfabækur og fjöldi starfa.

38.
Eiga viltu, ærið slægur,
annars lof sem þér er bannað,
útleggingar annarra löngum
undir viltu leggja um stundir.

39.
Ágirni vilt ei við sporna,
auði safna og gulli rauðu,
prentverk fjárins plógs þér orkar
svo pungur af dölum verði þungur.

40.
Þökkina slíka af þjóð og rekkum
fyr þessa sína milda blessan
Drottinn fær, en annað ætti
að oss sá er hékk á krossi.

41.
Þetta er lof sem Guði gefum
fyr guðspjöll klár á vorum árum
og þjónar orðsins þeir oss sýna
það sál næra eða kunni særa.

42.
Öngvum launum öðru en smánir
og óþrjótandi syndir Drottni,
endurgjöldum og óvildir
óvænt háð fyr slíkar náðir.

43.
Þar með orðsins æðsti hirðir
innsettur að gá ens rétta
og meðbræður margir aðrir
manna flestra styrjöld kanna.

44.
Vill samt ekki verknað halla
né víkja frá tiltæki slíku,
boðorð Drottins ber fyrir lýði
biskup rétt með dyggð og visku.

45.
Að þrjótar allir þeir sem láta
þetta gleymt sem í Biblíu setti
um orðið Guðs sem ekki hirða
og öngvu nýtir gjörast löngum.

46.
Að menn þessir megi vorkynnast,
þar málað sjá þeir vítis bálið
blindir sinni baka öndu
biskup setti málverk þetta.

47.
Þetta segir að þeim skuli votta
þyngsli sín í vítis pínu,
sem ei hræðast eymd né voða
og ana fram í ljótum vana.

48.
Heyrðu maður, hvað vill verða,
heyrðu synd sem við þig reyrðir,
heyrðu, lasta hlaðinn byrði,
hlaðinn eymd en iðran gleymdir.

49.
Hygg og sjá þar, hrund og seggur,
hygg og sjá hvar púkinn byggir,
hygg og grát með hræðslu og ugga,
hygg og vit hvað fyr þér liggur.

50.
Utan að Guði aftur leitir,
æpir og sýtir þína glæpi,
þú hrapar víst í helvíti opið
og hittir lagsmenn í þeim pytti.

51.
Eilíft bál með býsna kvölum
brennir og steikir flokkinn þennan
og hér með, sem meiri er undur,
mesta frost með hörðum kostum.

52.
Frjósa og stikna en fá ei slokknað,
frjósa í báli fyr utan ljósið,
ljósi á móti lífsins risu,
fyr ljósið vildu myrkrið kjósa.

53.
Kvelur þá eldur og kynstra f‡la,
kvelur, en lifa þó í heli,
ólykt slík er af eldsins kveikju
og meinfullum brennisteini.

54.
Heggur ormur önd og naggar,
aldrei slítur pínu vítis,
kremja djöflar kropp með hrömmum,
kreista, þrýsta, hrista og nísta.

55.
Í móti náttúru hvör einn hlutur
hér skal þæfa um aldur og ævi,
andstyggðarleg allra hegðan,
ein mjög pínir og veldur meinum.

56.
Blindir sjá þar blindan fjandann,
blindaðir mest af skömm og syndum.
Árar í kvölum að þeim skælast
illúðlegir til sambúða.

57.
Fyrsta er það fárið og sísta,
fyrsta mest og allra versta,
Guðs auglitis ná ei njóta
naumlega komnar sálir aumar.

58.
Hræðast smáðir háð og dauða,
hrjáðir líða bráða kvíðu,
skæðum voða neyðin náði
neyðin fárða sneyðir dáðum.

59.
Ósegjanleg ógn og bægi,
óttinn stór hjá neðstu dróttum,
í skömm og sneypu skrækja og hrópa
skrokkinn hungrar en þyrstir tungu.

60.
Tími er ei að inni tunga
tannagníst og fleira annað
sem líða eiga með pínu og plágu
í púkans eldinn þá fram seldir.

61.
Hvör þeim voða og kvölum kvíðir
og kenna vill ei staðinn þennan,
eitt er ráð, hann gefi sig Guði
og gegni hans boðum eftir megni,

62.
elski hann af hjartans grunni,
orð hans heilög aldrei forðist,
haldi þau í hæsta gildi,
hefji og prísi með lofvísum.

63.
Oss gef Christí að ei þín missum,
oss þvo með þíns dreyrans fossi,
oss gef náð og eilífa blessan,
oss þú leystir Guð á krossi.

(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 234–238)