Vísur um sanna iðran og ávöxtu hennar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vísur um sanna iðran og ávöxtu hennar

Fyrsta ljóðlína:Postulinn Drottins, Páll, með orðum hreinum
bls.113
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) fimm- og þríkvætt AAAA
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
1.
Postulinn Drottins, Páll, með orðum blíðum
predikar oss af deginum harla fríðum
að nótt með hörðum hríðum
sé horfin kristnum lýðum.

2.
Vill það Páll að vaki nú hvör sem annar,
verkin myrkra þénurum Drottins bannar;
sálin þetta sannar
þá sæta ljósið kannar.

3.
Vek þú mig, Drottinn, vel með þínum anda,
ver mig sjálfur snörum hins illa fjanda;
lát mig stöðugan standa
svo stríð megi ekki granda.

4.
Vek þú oss upp með vörmum hvarma tárum
svo vökum vér þrátt með ástarhuganum klárum
og iðranar anda sárum
sem eymdir synda bárum.

5.
Svefn og þungi sigrað hefur mitt hjarta,
syndalýtin herfilegana skarta;
iðranar alla parta
oss efli sólin bjarta.

6.
Drottinn Jesús, dagur og sólin skæra,
duga mér sannan angurtregann að læra;
trú lát hjartað hræra
og hreinan ávöxt færa.

7.
Skrýð mig, herra, hreinu brullaups klæði
sem hylur og prýðir lasta forljótt æði
svo alls kyns andar gæði
aftur eg hreppa næði.

8.
Það fagra klæði faðir vor, Adam, missti,
fyrir það tjón í harmadalnum gisti;
nú hefur vor herra Kristi
höfuðgull fært og nisti.

9.
Þitt réttlæti þeim er í trúnni standa
er þetta klæði búið með list að vanda
fyr áblástur þíns anda
svo ei má Satan granda.

10.
Með gimsteinum gulli búið er víða,
guðvef þennan dyggðablómstrin prýða,
fyrst þakklætið þýða
og þolinmæðin fríða.

11.
Sjá þú nú til eg saurgi ei þetta klæði,
við sjálfan Krist eg ástsamlegana ræði,
því bið eg þín gæskan græði
mín glæpavömm og bræði.

12.
Auk mér trú og elsku þar með hreina,
allar dyggðir framar en eg kann greina;
þú kennir minna meina,
eg má það hvörn dag reyna.

13.
Fyr lífið og heilsu lofgjörð vil eg þér færa,
lausnarinn Jesús, föður og anda kæra;
þér haldist heiður og æra,
himna ljósið skæra.

(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 113–114)