Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Brúðguminn og dauðinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brúðguminn og dauðinn

Fyrsta ljóðlína:Heim frá kirkjunni glaður gekk
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.276–281
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aabbccdd
Viðm.ártal:≈ 1800
1.
Heim frá kirkjunni glaður gekk
garpur ungur sem konu fékk.
(Bar eigi hvern dag brúðarkrans
beðja fögur sem þessi hans!)
Í brullaups sal var báðum þeim
búið sæti þá komu heim.
Eftir algengum vana var
víndrykkja nóg og gleði þar.
2.
Magnliga gjörðist drukkin drótt,
drafað var lengi fram á nótt.
Kom þó loksins hin kæra stund
sem kætir bæði menn og sprund.
Brúðguminn skyldi búast við
að brúka gamlan hóna sið;
hann skyldi þegar hefja sig
á hjónabandsins aðalstig.
3.
Útá lukkunnar gullna grund
að ganga sú hann kvaddi stund;
það er: hann átti búinn beð
að byggja sinni konu með;
en rétt í því að annað þar
af honum stígvél dregið var
inní herbergið einhver gekk,
orð þessi varla stamað fékk:
4.
„Maður, ókennda mynd sem ber,
mjóbeinóttur við dyrnar er
(hræddur verð eg ef hann fer nær)
honum að drekka buðum vær.
Strax sór hann það, hann einum á
ei skyldi dropa bergja þá
fyrr en sitt hefði fengið hann
flutt erindi við þig sjálfan.“
5.
Brúðguminn fór, en – æ! hvað er
óttaligt fár sem nóttin ber! –
Bersýniliga í beiskum móð
bleikur þar úti daŭðinn stóð:
Gripu nákaldar greipar hans
grimmliga’ í armlegg brúðgumans:
„Þú skalt mér fylgja strax af stað!“
styggur í bragði gestur kvað.
6.
„Hvað? – eg þér fylgi,“ hermir hinn,
„heimtar þú, varla nærgætinn, –
og það nú, tíma þessum á, –
þú munt vitinu genginn frá.
Það væri snoturt ef eg í
önnur mig klæddi föt á ný,
færi með þér í dauðra dans
frá dýrgrip bestum ektamanns!
7.
Eg, sem að stíga’ í brúðarbeð
búinn stend öllum huga með!
ef þú setur þig í minn stað,
yfirvegandi gjörla það
hvort gegna mundir þessu þú
sem þannig af mér heimtar nú,
linkindum sæta mundir meir
en mig að kalla burt í leir.
8.
Dauðinn, er glensöl sjaldan saup,
sagði nú: „Skenktu mér í staup!
Hlíft skal að að sinni þessu þér
en þegar aftur mig að ber
hafðu það fast í hug ávallt
hiklaust þú fara með mér skalt!“
„Já!“ kvað brúðguminn, „víst eg vil
vera þá ferðar búinn til.
9.
Þó vil eg biðja þig um eitt,
það láttu mér og einnig veitt,
ó, herra Dauði! að yfir mig
ei falli grimmd þín hastarlig!“
„Herra brúðgumi! þú um það
þarft ei að efast,“ Dauðinn kvað,
„svo sannarliga sem mig þú
sér drekka af þessu staupi nú.“
10.
Eins og þyrst sála Dauðinn drakk
og dör í sínar skeiðar stakk.
„Þér skuluð gefast“, hermdi Hel,
„hér um þrjú teikn , og farðu vel!“
Herra Dauði þá hverfur skjótt;
herra brúðguminn skundar ótt
og undir brúðar brekán skreið,
bráðri feigð ekki lengur kveið.
11.
Þar lá hann, en af þessa nótt
þó hafi getað sofið rótt
trúanligt varla telja má;
með tímanum hvarf ótti sá,
ár sérhvert var nú uppfrá því
sem augnablik hans þönkum í;
en konan jafnan eltist þó,
ellihrum varð og loksins dó.
12.
Á hennar myrkva beina-beð
berliga gat hann merki séð
hvað fyri sjálfum honum lá:
hann mundi Dauðinn líka slá;
ó, nei, hálfníræð ævi hans,
með ár fimmtíu hjónabands,
sem unglings enn er kösk og kná,
kalt hel fær aldrei minnt hann á.
13.
Einn morgun merkti’ hann mein á sér,
magnlaus, án verkja, sían er;
þar eftir allri sviptur sýn
situr í nótt þá dagur skín.
Vinir geðsmuni hresstu hans,
hermandi margt af efnum lands
og, sem vant er, um veðurátt,
af verður annars mála-fátt.
14.
En það varð nú að meini mest:
maðurinn heyrnar reyndi brest,
ofurþyngd fyrir eyrun bar,
ei merkti glöggt hvað talað var.
Hugarfjör hans ei þverrar þó,
þá honum fast í minni bjó
þúsund-margt er hann þekkti fyrr
þess minning sat í brjósti kyrr.
15.
„Ljúk upp!„ – hurð knýja höggin stinn.
„Hver er þar?“ – Dauðinn annað sinn.
„Nú er víst kominn tími til
að takir saman öll þín spil;
kom strax!“ – „Hvað? herra kögglamann!
kall þitt ei gjörir alvaran,
míns húss ráðstöfun hlýtur fyrst
að hafa tíð svo framkvæmist.
16.
Hvar eru teiknin, hverjum þú
hést forðum uppá æru og trú?“
Tók dauðinn fyrir tal hans þá:
„Teiknin?“ segir hann, „hefir, sjá!
eg ei haldið mín orð við þig
sem ærlig sál og trúmannlig?
hálfdauður, blindur, haltur nú,
með höfuðórum gengur þú!
17.
Hvað hefur þú á móti mér
meir að ræða til forsvars þér?
Eru þá ei hin töldu teikn
talandi nóg?“ – „Ó, þvílík feikn!“ –
„Strax héðan burt og statt ei við!
Stund þessi leyfir enga bið,
og ekki að talir eitt orð meir!“ –
Út með það sama fóru þeir.

> * * *
18.
Heyr þú! sem veist hvað vora
vegferðar-tíð á líður,
gef að oss hörð ei hæfi
heiftarör þín dýrkeypta!
eggjar lát hels ei höggva
hör lífs að oss óvörum!
Ljá þú oss feigum, faðir!
forskot að iðrast brota.