A 328 - Hymn. Jam moesta quiesce | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 328 - Hymn. Jam moesta quiesce

Fyrsta ljóðlína:Hér bið eg linni hryggð og kvein
bls.ccxx-v–ccxxi-r
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn:
Hym. Jam moesta quiesce.
Með það lag sem: Einn Guð skapari.
Hymn. Jam moesta quiesce
Með það lag sem: Einn Guð skapari.

1.
Hér bið eg linni hryggð og kvein,
harmi ei lengur móðir nein
börn sín, því dauðans dapra mein
til dýrðar lífsins leið er ein.
2.
Hvað þýðir gröf sú geðsemd hlaut,
gröftur steina og þvílíkt skraut?
Sá þar er lagður, náðar naut,
nú sefur, lifir, sviptur þraut.
3.
Þar nú sjáum, að hvílist hér
hold andarlaust, þá minnunst vér,
skammt síðar aftur skilning ber,
skipast þangað hans heimili er.
4.
Koma mun snart hin efri öld,
að vermast bein nú orðin köld.
Með lifanda blóði hitnar hold,
hreppir sál fornu vistar völd.
5.
Forðum líkin, freðin og stirð,
fúin í gröfunum lágu byrgð,
öndu samtengd og sóma virð,
sviptast í loftið dauða firrð.
6.
Þanninn frjóvgast það þurra sáð,
þó visið og dautt sé lagt í láð.
Úr dufti jarðar fær ávöxt tjáð
álíkan þeim sem fyrr hafði náð.
7.
Meðtak þú, jörð, og nær þú nú,
náðug sé honum hvíla sú.
Að mannsholdi ert móðir þú.
Mætan hlut legg eg á þína trú.
8.
Önd hafði fyrr þar inni vist,
af Guðs munni var sköpuð fyrst.
Skynsemi hrein með hárri list
honum var veitt af sjálfum Krist.
9.
Framliðið hold nú geym þú, gröf.
Guð heimtir aftur það hann áður gaf.
Minnist á þann í moldu svaf,
mynd sinni hverfur aldrei af.
10.
Fagnaðar brátt mun fylgja stund,
fyllir Guð von á alla lund.
Þessum skilar af þínum fund
í sömu allri líkams mynd.