A 061 - Enn annar lofsöngur um pínuna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 061 - Enn annar lofsöngur um pínuna

Fyrsta ljóðlína:Lof Guði og hans syni sé
bls.xxxviij
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn:
Einn annar lofsöngur um pínuna.
Má syngja eins og: Halt oss Guð við þitt helga orð.
Enn annar lofsöngur um pínuna
Má syngja eins og: Halt oss, Guð, við þitt helga orð

1.
Lof Guði og hans syni sé,
sem fyrir oss nóg borgaðe.
Sá alls öngva synd á sér bar,
undir rangan dóm færður var.
2.
Blessuð ásjóna byrgð var hans,
bert sér hjörtu og hugsun manns.
Hræktu og slógu hann með spé,
héldu að hann Guð lastaðe.
3.
Pétur hefur með eiði lýst,
að ei þekkti hann Jesúm Krist.
Iðrun honum í hjarta gaf
Herrann og leysti hann falli af.
4.
Húðstrýktur, krýndur þyrni þá,
þeim var útleiddur hann að sjá.
Dæmdu saklausum Drottni þeim
dauða, sem lífgar allan heim.
5.
Pílatus óttast um sín völd,
ógnað heyrði að fengi gjöld.
Fyrir róg hefur dóm rangan fellt,
réttlátan Krist í dauðann selt.
6.
Morðingja kjöru heldur en hann,
hver alla skóp og vernda kann.
Sá dauðans valdi frelsar frá,
færður var út til gálga þá.
7.
Þreyttur bar hann sinn þunga kross,
þar var á negldur fyrir oss.
Sett var yfir hann sakargift,
sínum klæðum til hlutfalls skipt.
8.
Hjálparinn, sem Guð sendi oss,
sökum vor allra hékk á kross.
Í mið hjá tveimur morðingjum
miskunnar beiddi óvinum.
9.
Ræningja sér á hægri hlið,
hét Paradísar vist og frið,
sína náð þar með sýnandi.
Sá annar Jesúm lastaði.
10.
Við krossinn stóð hans móðir hrein,
hana bífalar lærisvein.
Glögglega sagði græðarinn,
af Guði væri hann forlitinn.
11.
Fært var honum edik og gall,
uppfylldist um hann ritning öll.
Fól sína önd í föðurvald,
forgekk í miðju kirkjutjald.
12.
Jörðin og steinar hristust hart,
af helgum framliðnum uppreis margt.
Glaðél hans síðu gegnum stóð,
gekk þar út eftir vatn og blóð.
13.
Sólin ei lengi ljóma gaf.
Lagt var hans hold í nýja graf.
Varðmenn Júða þar vöktu hjá,
varnaður Krists skal ei honum ná.
14.
Í gröf dvaldist ei dýrðin hrein,
af drottni ljós þeim ofan skein,
sem djúpt í myrkrum sátu þá,
sofnaði Kristur krossi á.
15.
Það lamb til páska líflátið,
leyst hefur oss af synd og deyð,
úr fangelsi oss frelsaði,
í fyrirheits land oss innleiddi.
16.
Sem eirorms sjón fékk öllum bætt,
eins hefur Jesús sálir grætt.
Spjöll, sem höfum af Adam erft,
önd vorri fá ei skaða gjört.
17.
Hann einn gekk inn í helgidóm,
hár prestur var og fórnin fróm.
Vann nóg fyrir oss eitt sinn þar,
sem Ísaak tré sjálfur bar.
18.
Það merkir steinn sem Móses sló,
með því lifandi vatn útdró.
Fylgir það vatn í friðarstað,
fjöldi trúaðra drekkur það.
19.
Drottinn Jesú, sem dóst á kross,
deyð þú syndir og girnd í oss.
Holdinu meðfætt illt eitt er,
án þinnar hjálpar töpunst vér.