A 037 - Benedicamus. Á jólum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 037 - Benedicamus. Á jólum

Fyrsta ljóðlína:Eitt barn er borið í Betlehem
bls.xx--xxj
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálurinn er latneskur að uppruna og hefst á orðunum: „Puer natus in Bethlehem“. Þýðingin er afar stirð en var þó endurprentuð í sb 1619, bl. 20; sb JÁ 1742, bls. 25–26; sb 1746, bls. 25–26; sb 1751, bls. 25–26 og í grallara 1607 (í viðauka) og í öllum gröllurum síðan og í s-msb 1742. (Sjá nánar PEÓl: Upptök, bls. 79).
Nótur eru við sálminn hér í Sálmabók Guðbrands 1589.
Benedicamus. Á jólum.
Með því lagi: Faðir vor, þú á himnum ert.

1.
Eitt barn er borið í Betlehem,
því gleður sig Jerúsalem.
Almáttugs föðurs eilíft orð
á sig tók hold og maður varð.
Gabríel þann boðskap bar,
barnshafandi ein meyja var.
2.
Sem brúðgumi af sínum sal,
son af meyju kominn skal.
Í ösnustalli einum lá,
endalaust sem þó ríki á.
Fjármenn engill þá fræddi einn,
frelsari heims sá væri sveinn.
3.
Af langri komu fróðir för,
færðu gull, myrru og reykiker.
Allir þeir gengu í það hús,
ungan mann sérhver kvaddi fús.
Einum og þrennum allir hér
eilífum Guði lof syngjum vér.