Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 094 - Kyrie Fons Bonitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 094 - Kyrie Fons Bonitatis

Fyrsta ljóðlína:Kyrie Guð faðir sannur
bls.lxi
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) þríkvætt AABB
Viðm.ártal:≈ 1575

Skýringar

Fyrirsögn:
„Kyrie / Fons Bonitatis.
Eptir latinunne“
Næst á eftir sekvensunni, Veni Sancte spiritus (Kom, Guð, helgi andi hér) í Sálmabók Guðbrands 1589 kemur „Kyrie, guð faðir sannur“ og er einnig í: sb. 1619; grallara 1721 og öllum gröllurum síðan, og einnig í s-msb. 1742 .
Páll Eggert lýsir kveðskap þessum í eftirfarandi orðum:
„Er hér um að ræða einn hluta úr hinni fornu kaþólsku messu, er kallaður var „kyrie“ og hófst næst á eftir messuupphafi (introitus). Er það nafn dregið af grísku (þ. e. drottinn), sem   MEIRA ↲
Kyrie Fons Bonitatis
Eftir latínunni

1.
Kyrie, Guð faðir sannur,
gæsku og mildi brunnur.
Af þér einum flýtur
allt gott sem hver hlýtur.
Eleison.
2.
Kristur, Guðs son kæri,
kirkju sína bænheyri,
þeim af hug hreinum
hér á jörð trúum, játum og þjónum.
Á þig, Jesú, alleina vonum.
Eleison.
3.
Kyrie, ljós guðdómliga,
ljóma og verm þú vorn huga.
Að þér, helgi andi,
öll Guðs börn jafnan lof mest vandi.
Eleison.