Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Um heimsins forakt og löngun eftir eilífu lífi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um heimsins forakt og löngun eftir eilífu lífi

Fyrsta ljóðlína:Ó drottinn minn! þjón þinn
bls.J2r (bls. 207–209)
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) fer- tví- og þríkvætt:oaoaBBccc
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar
1.
Ó, drottinn minn! þjón þinn,
þreyjandi hér,
langar til þín lífsstundin mín,
leiðist svo mér.
Nær eg fæ þig finna
fegurst ljós augna minna
þá er eg frí
þeirri sælu í
þar eg óhultur bý.
Ekkert kann angra mig upp frá því.
2.
Veröld er flá, við henni að sjá
vandasamt er,
og hennar börn illgjörn,
ætíð í vöxt það fer.
Satan svikaskæður
sér á marga bræður,
net sín ljóst og leynt
leggur árla og seint
svo mörgum verði að meint.
Drottins menn hafa það daglega reynt.
3.
Bernskur er hann, bið heim þennan,
hugfestir sinn.
Hans vellyst hál, hégómlegt tál
í hjarta manns
þrykkist inn, þeir við sinn
Mammon þreyja
þenkja ei um að deyja.
Ef ættu ráð þar á
aldrei mundu þá
víkja veröldu frá
meðan sinn afguð fyrir augunum sjá.
4.
Fégirnd ósvíf og farsælt líf
fylgist síst að
því hún er slæm, til slysa næm
að slíta í burt það.
Hvað margur héðan deyði
á hálfnuðu æviskeiði,
allskjaldan fá
ellidaga að sjá
eður rósemi ná
ef yfirráð hefur óvættur sá.
5.
Sú önd er snauð, sokkin í auð
sem þann veg er
innlífuð heim, okri og seim,
ei lætur nægja sér.
Akabs hugsótt hefur,
holdinu værð ei gefur,
örvinglast nær
að þegar slær
ást ríkdómsins kær
ef allt sem girnist uppsvelgt ei fær.
6.
Það líf best, þarflegt mest
þess manns eg tel
sem lán Guðs hér lætur sér
lynda og nægja vel.
Hann hreintrúaður
í hryggð og fátækt glaður
auðlegð vísa á
æðstum Drottni hjá
þó heimi falli frá.
Fésjóð þeim granda mölur ei má.
7.
Herra Jesús til hjálpar fús!
Heyr þú eg bið.
Alkunnugt er, ó, herra! þér
hvörs eg þarf mest við.
Gæska þín vel mig geymi,
guð minn, í þessum heimi.
Fyrir Baalsls bílæte
beygja lát mig ei kné,
tíðum þó tíðkað sé
af þeim sem mjög elska það fallvalta fé.
8.
Þá sæluvist sem fyrst
son Guðs hjá þér
frá eymdardal í dýrðarsal
Drottin veiti mér
og um aldir alda
eilífa sambúð halda
himnum á
útvöldum hjá,
auglit þitt sjá.
Bænheyr það herra! Halelújá.