Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Píslarvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Píslarvísur

Fyrsta ljóðlína:Hlýði allir / ýtar snjallir
bls.206–210
Bragarháttur:Sekvensa
Viðm.ártal:≈ 1475

Skýringar

Kvæðið er hér prentað eftir Íslenzkum miðaldakvæðum, I. Binds 2. Hæfe í útgáfu Jóns Helgasonar. Jón gengur út frá AM 721 4to, bl. 22v–23r. Efstu línur á blaði 23r eru frekar slitnar og erfiðar til lesturs (vísur 8–14). – Stafrétt uppskrift Jóns Ólafssonar af AM 721 4to (líklega sú sama og var áður í AM 710, 4to) er í AM 1032 4to bl. 25v–35v (hér villur í 3.5, 4.3, 8.5, 11.6, 12.6 (vantar), 13.1, 13.2, 28.1. Uppskrift með samræmdri stafsetningu af AM 1032 4to er í JS 399 4to, sem aftur er skrifuð upp í AM 920 4to, bls. 242–245, af Steingrími   MEIRA ↲
1.
Hlýði allir
ýtar snjallir
óði mínum
guð minn þiggi
þó að eg liggi
þröngdur* í pínum.
2.
Brjóstið sára
sorgar bára
slær og lerkar
huginn minn kæfa
kyrkja og sæfa
kvalirnar sterkar.
3.
Sálu mína
syndir pína
sárt má eg gráta
angur og kvíða
á mig stríða
um fram máta.
4.
Hvert mun eg renna?
Hjartað spenna
harmar stinnir,
beggja stunda
blíðra funda
brjóstið minnir.
5.
Hugga skyldi
skaparinn mildi
skepnu sína;
veit mig sæti
Kristur og mæti
myskunn þína.
6.
Það vil eg minnast
má skrifað finnast
meiðsl og nauðir
veittu Júðar
Jesú trúðar
jafnan snauðir.
7.
Á fyrstu stundu
falsarar bundu
frægan herra,
píndu drógu,
prísuðu okslógu,
plaga enn verra.
8.
Plaga* steyta
pústra, reyta,
pikka hann spjótum,
hrinda, stinga,
stanga og þvinga
og stikla með f‹ótum›.
9.
Hrottar flengdu,
hýddu, strengdu
hörundið skíra,
h‹æd›du, spýttu,
hræktu og lýttu
höfuðið ‹dý›ra.
10.
Júðar vándir
vóru nándir
vórum herra
létu æði
a‹n›gurs mæ‹ði
ald›ri þverra.
11.
Gyðingur hristi
höfuð á Kristi,
herra svinnum,
hnefana reiddi,
höggin greiddi
hálsi og kinnum.
12.
Nöktan særa
son Guðs skæra
Satans niðjar,
limirnir blikna,
lýjast og vikna
loddu viðjar.
13.
Sálarinn fyrsti
sveik og kyssti
sólar stilli.
Var hann því dæmdur ,*
dreginn og flæmdur*
drengja á milli.
14.
Við meingerðum
mæddr á herðum,
marinn að beini,
krossinn færði
sá kranka nærði,
Kristur hinn hreini.
15.
Þyrnibroddar,
þeirra oddar,
þrýstu enni;
gyðingurinn býður
beint óþýður
að blóðið renni.
16.
Þá krossfestu
kvalarar verstu
kónginn prúða.
Grimmt helvíti
get eg að líti
geysta júða.
17.
Gaddar fjórir
geysi stórir
grafa mjög tíðum
hendur og ristur*
huggi oss Kristur*
af hjartans kvíðum.
18.
Burtu um síðir
bekkir stríðir
af benja grunni,
straumar dynja,
detta og hrynja
úr dreyra runni.
19.
Með spjóti stríðu
stakk á síðu
svo að stóð í hjarta,
dreyrug bára
döggvandi vára
drottning bjarta.
20.
Blóðið dundi
dreif og hrundi
af drottni várum.
Á móður hans flóði
fossinn óði
fram úr sárum.
21.
Máríu hjarta
meyjar eð bjarta
mækir einn gisti;
píslar sútinn,
sárliga þrútinn,
sálina gnísti.
22.
Í dreyra flóðir,
drottins móðir,
drjúgt réð hníga;
ýtar knátti
aldri hún mátti
á fætur stíga.
23.
Hugga vildi
hjálparinn mildi
meyjar ekka
blíðum orðum
er beiddist forðum
brjóst að drekka.
24.
Sé með hjarta,
móðir en bjarta,
meinlæti þín,
allar hryggðir
og elsku dyggðir
eru komnar til mín.
25.
Hin göfga móðir,
gleð þú þjóðir
og gjör þik káta
skal eg því síður*
þótt dagur sé stríður*
þig fyrir láta.
26.
Drottinn lýsir,
drekka fýsir
dauða nándir*
edik bjóða
Jesús góða
aular vándir.
27.
Himna mæta
móðir Guðs sæta
[.........................]*
blóð boginn óði
á brjóstin flóði
beint sem hann lysti.
28.
Krýpur* eg til þín
fyrir krossins pín
kóngurinn alda
þér vil eg allan
þó að ósnjallan
þenna óð gjalda.
29.
Gef eg nú alla
gumna snjalla
Guði eilífum,
brúðurin skæra,
sú best kann næra
börn með vífum.
30.
Dýrð og *sómi
sé guðdómi
sigur og æra.
Þér vil eg hreinum,
þrennum og einum,
það lof færa.
Amen.


Athugagreinar

1.
vers einnig í sumum útg. Krosskvæðis (sjá JH bls. 284).
1.6 Í Krosskvæði er skrifað ‚þreingdur‘ (sjá Íslenzk miðaldakvæði I, bls 284)
8.1 Plagla] > AM 1032 4to.
13.4 og 13.5 Vera má að hér sé réttara að sleppa stoðhljóðinu í ‚dæmdur‘ og ‚flæmdur‘ og rita ‚dæmdr‘ og ,flæmdr‘, sbr. athugasemd JH.
17.4 og 17.5 Óvíst að stoðhljóðin í ‚ristur‘ og ‚Kristur‘ séu atkvæðisbær sbr. athugasemd JH.
25.4 og 25.5 Óvíst að stoðhljóðin í ‚síður‘ og ‚stríður‘ séu atkvæðisbær sbr. athugasemd JH.
26.3 Sjá einnig ‚nándir‘ í 10.2.
27.3 Línu vantar hjá skrifara.
28.1 ‚Krýpur‘ í texta. Óvíst að stoðhljóðið sé atkvæðisbært.
301 som] svo í AM 721 4to.