Bænasálmur um sanna þolinmæði í hörmung og mótlæti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bænasálmur um sanna þolinmæði í hörmung og mótlæti

Fyrsta ljóðlína:Guð Þolinmæði og miskunnar
bls.H6r (bls. 191–196)
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aabbb
Viðm.ártal:≈ 1675
1.
Guð Þolinmæði og miskunnar,
mikils trúleiks og gæskunnar,
eg veit þín voldug makt
hefur nú á mig hirting lagt.
Hrís það gjörðu náðugt og spakt.
2.
haturslaust er þá hrísið þitt,
hjartað og sál það finnur mitt,
því hvörn sem hirtir þú
þann elskar, Drottinn! er mín trú,
eftir á lífgar deyðandi nú.
3.
En það sannreynt og augljóst mér
unaðarlegana Drottinn fer
með sína mæta menn;
áður en kemur albatinn
undan ganga vandræðin.
4.
Hvörja sem Guð vor gleðja vill
grætir áður, þó þyki ill
mannrauna mörgum stund.
Hann agar fyrst með ljúfri lund
en líknar þó í hentasta mund.
5.
Himneskur faðir hefur sett
hjartanu mínu fyrir rétt
þann spegil þolgæðis
sinn einkason svo engi slys
orki eg fari hans kærleika á mis.
6.
Æ mig illan og auman þjón!
ei er mér nokkurs framar von
en mínum meistara
hvör fyrir pínu harðsótta
í himininn vildi innganga.
7.
Ég vil hjá hönum fala far
og fyrir margar hörmungar
Guðs með börnum inngá
í signaða Drottins sælu þá
sem mér leikur hugurinn á.
8.
Svo skaltu þenkja sál mín still
sá sem í Kristó lifa vill
varlega bæði og vel
sára ofsókn og sorgar *él
sá má líð fram undir Hel.
9.
Eins og faðir við eigið barn
er Drottinn trúr og vægðargjarn.
Þó stundum strýki hart
hann ber ástarhjartað bjart,
hugsar gott með vendinum margt.
10.
Faðir! náða mitt forstand blekkt,
fæ eg ei þína miskunn þekkt
svo vel sem vera skal.
Óþollegur oft ótal
er eg í þessum táradal.
11.
Glaður þar ætti að vera í von,
vitandi að Jesús Maríuson
ok sitt mig á lagðe,
athugandi mín æra sé
undir að ganga fagnande.
12.
Hugsandi þó sú hirting röm
hjartanu verði mæðusöm
ávöxt ber ágætan
og þeim sem sínar þrautir vann,
hjá þér er varðveitt kórónan.
13.
Þess vegna bið eg þig, minn Guð!
um þolinmæði og styrk í nauð
að engin angursemd
í freistingar mig felli skemmd
svo fyrirheit þín séu úr brjóstinu stefnd.
14.
Hörmung engin svo hamli mér
heilög orð þín að rækja hér
byrjandi bæn og trú
og óþolinmæði sigri sú
sem oft af kveikjast Belíals hjú.
15.
Mig láttu þér ei mögla á mót
mjög þó skenkir þá beisku rót,
þrykk mér ei heldur hart.
Veist þú af minni vanmátts art
sem veikt er lauf en stál ekki hart.
16.
Jesú, minn biskup blíðasti,
böli mannlegu reyndasti!
Meðlíðing með mér haf.
Náð þína lát minn styrktar-staf
svo staðist geti eg mannrauna-kaf.
17.
Miskunn þín blessuð, mjúk og þýð,
mér reynist best best í angurs tíð,
skjálfandi hresstu hönd,
öll bætandi efnin vönd,
einninn slíttu dauðans bönd.
18.
Segðu mitt hugveikt hjarta við:
hér em eg kóngur þinn og Guð.
Þú ert, Guð mæddra, megn,
athvarf þá dynur eymda regn,
einn skuggi kvalahitanum gegn.
19.
Ef það er, Drottinn, ljúf þín lund,
lengur eg þjáist nokkra stund
og svælist sorgum með
allt sé sem vill þitt elsku geð,
innra í Kristó þó mig gleð.
20.
Svo þolinmæði þrautatíð
þessa vinni þó Satans níð,
veröld og hennar hjú
fagni, samt ei mín fatist trú
né fagurs sigurs barátta sú.
21.
Heldur að vaxa hentugar
heilagar dyggðir loflegar
sérhvörjar sómi hreint,
umfram gull í eldi reynt
sem óguðlegir hefðu ei meint.
22.
Ó, þú heilagi andi, Guð,
eitt gleði-balsam í hjartans nauð,
fagran mér fögnuð kveik
þó mín náttúra mjög sé veik
og mædd í þessum dauðlegleik.
23.
Ljós þitt í mína legg þú trú,
lífs eilífs gleði að sjái nú
við hvörja ekki er
saman berandi sorgar-ker
né súrt það neitt í heiminum er.
24.
Yfir hvílist Guðs andi sá
öllum frómum sem raunir þjá,
einn herlegheita Guð.
Öll vor neyð er afskömmtuð
og endast sú í besta fögnuð.
25.
Guð! minni sorg í gleði snú,
Guð, minn kross heiðri fegra þú.
Guð, tak mér forsmán frá.
Guð, mér hjálpa minn Guð að sjá.
Guðs í nafni eg vona þar á.