Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Drottinn, lát mig í heimi hér | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Drottinn, lát mig í heimi hér

Fyrsta ljóðlína:Drottinn, lát mig í heimi hér
bls.186
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar
LX. psalm. Bæn til Guðs um kristilegt framferði
Tón: Ef Guð er oss ei sjálfur hjá
1.
Drottinn lát mig í heimi hér
haga mér kristilega
so eg rétt jafnan þjóni þér
og þóknist alla vega.
Hræsni, ágirnd og óhlýðne
aldrei í mínum huga sé.
Forða mér tjóni og trega.
2.
Guðlausra manna glæpa sið
géf þú eg varast kynni.
Hald þú mér sannleiks veginn við,
vél heims mig engin ginni.
Höstug ranglátra refsing bráð
rétt fái aldrei til mín náð.
Minnst mín í miskunn þinni.
3.
Frá hjartans blindni og harðýðge
herrann Jesús mig geymi.
Af allri hreinsuð saurgun sé
sál mín í þessum heimi.
Hugskot og eyrun opna þú,
efl með mér hlýðn‹i› von og trú.
Ást þín mér aldri gleymi.
4.
Þess eins af hug og hjarta eg bið,
herrann minn, Jesús sæli,
hreinan lærdóm mér haltu við,
holds-skynsemd ei mig tæli.
Hvorki mannanna vald né vild,
vináttan blíð né heiftin gild
frá þínum sannleik mig fæli.
Amen.
(Sálmurinn er hér skráður eftir eftir: Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 3, bls. 34–35, en þar er hann skráður eftir JS 208 8vo, bls. 213–214. Það handrit er skráð 1730).
Auk JS 208 8vo er sálmurinn varðveittur í Lbs 1724 8vo, bls. 120–121. Hann var fyrst prentaður í Hallgrímskveri 1759.