Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Um dauða mús í kirkju | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um dauða mús í kirkju

Fyrsta ljóðlína:Ei er forvitnin öllum hent
bls.370
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1783
1.
Ei er forvitnin öllum hent,
einatt hún skaðar drótt,
fallega músar fær það kennt
feigðar áræðið ljótt. –
Skyldi hún hafa æfi ent
eða drepist svo fljótt,
hefði ei skollinn hana sent
í helgidóminn um nótt?
2.
Fegurð kirkjunnar fýstist sjá,
fór svo þar grandlaust inn;
kötturinn, sem í leyni lá
og lést vera guðrækinn
heiftarverk framdi henni á, –
helvískur prakkarinn!
Ætti því stríða flenging fá
fyrir þann strákskap sinn.
3.
Þá myrkurdrauga músaher
minnast ég þar á bið:
Úti við hauga uni sér,
elskandi spekt og frið.
Í kirkjum að spauga ekki er
ormanna hæfi við;
kattarins auga brátt að ber,
birtunnar þarf ei lið.