Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sorgin í Nain | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sorgin í Nain

Fyrsta ljóðlína:Jesú, ilmsæta líknar lind!
bls.306
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt ababcdcd
Viðm.ártal:≈ 1775
1.
Jesú, ilmsæta líknarlind,
linaðu sorgar þjóst!
Á þinnar hrelldu móður mynd
minnstu, þá forðum dóst.
Frá mér sárbeittum harmi hrind,
huggaðu sturlað brjóst!
Sjálfur í náð um sárið bind
sem þú mér nú tilbjóst!
2.
Ó, þú, sem Nains ekkju geð
uppréttir, sorgum þjáð,
látins afkvæmis lífgun með
líka mér sýndu náð!
Niður í myrkvan moldarbeð
míns barns er holdi sáð;
það er að vilja þínum skeð,
þó svíður undin bráð.
3.
Ráðstöfun þín þó réttvís sé
og reyndar harla góð
viðkvæmur hjartans veikleiki
verkar mér sorgarmóð:
Unun mín var og indæli
ástúðlegt þetta jóð;
já, ekkert hnoss á jörðunni
jafnast við þann fésjóð.
4.
Upp sem blómstur á akri frítt
öllum þakknæmur spratt,
líkamsatgjörvi og þelið þýtt
þanka fékk margra glatt,
sinnið, frábæru skarti skrýtt,
skyn bar og næmið hvatt,
lífernið aldri framar frítt
frómleika og dygð við batt.
5.
Nú er af bitrum burtu rætt
banaljá planta sú,
hugir allra sem hann fékk kætt
harmandi þreyja nú.
Mér getur enginn mein það bætt,
minn drottinn, nema þú!
Huggi mig fyrst því hefir grætt,
herra, þín gæska trú!
6.
Bið ég ei þann sem Nains ná
nú vekir upp af gröf
því ég mun glaðvær síðar sjá
son minn og þiggja að gjöf;
mér nægir ef þín huggun há
heftir mín tára köf!
Varpaðu náðarorðum á
öndina við þau höf!
7.
Dýrleg umskipti mig á minn
mitt sem afkvæmi hlaut
hvers sál borin af englum inn
Abrahams var í skaut,
þar hún, prísandi sigur sinn
á synd, á deyð, á þraut,
lofar þig, hjartans lausnarinn,
líknar hvers þar í naut.
8.
Jafnframt þessu mig læra lát
lífs þau heilræði best
að sálin mitt í sorgum kát
sé nær þig aðhyllist
og ekkert framar aftri grát
en elskan þér á fest,
hjálpaðu mér svo hafi eg gát
á henni jafnan best.
9.
Ó að ég mætti fá sem fyrst
fagnaðarboðskap þann
í sömu að koma sæluvist
sem minn ástvinur fann!
Sál mín, ó Jesú, þreyir þyrst
þig að umfaðma og hann;
ekkert meðlæti og engin lyst
önnur mér svala kann.
10.
Nú tefur ekki neitt fyrir mér
nær kallar himinninn:
það kærasta undan komið er,
Kristur, í faðminn þinn.
Afkvæmi tvö ég á hjá þér,
er þar og hugur minn.
Sálin á eftir fegin fer
og finnur unað sinn.
11.
Þig, mín ástkæra sonar sál,
sorgbitinn nú eg kveð.
Þá mínum Jesú þykir mál
þig fæ eg aftur séð,
og þá veröld er horfin hál
á hæð mig þér samgleð.
Þína burtfarar þessa skál
þökkum svo tek eg með.
12.
Sá þig tilreiddi, signuð önd,
sinn þjón í tíðinni, —
sá þig fram leiddi sér við hönd,
sitt barn í náðinni,
— sá þér afgreiddi sorgarbönd
samarfa í dýrðinni, —
sá þér mót breiddi lífsins lönd,
lofaður jafnan sé!