A 18 - Hymnen A solis ortus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 18 - Hymnen A solis ortus

Fyrsta ljóðlína:Lausnarann Krist vér lofum nú
Höfundur:Coelius Sedulius
bls.0
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555

Skýringar

Sálmurinn er þýðing á 8 fyrstu erindum latneska hymnans, A solis ortus cardine, eftir Coelius Sedulius (á 5. öld). Er það stafrófssálmur þar sem fyrsta erindi hefst á A og það næsta á B og svo framvegis. Lúther þýddi átta fyrstu erindin, Christum wir sollen loben schon, og eftir þeirri þýðingu hefur Marteinn biskup farið. Í Sálmabókinni 1589 (nr. 11) birtist hann 

í annarri þýðingu, Svo vítt um heim sem sólin fer. Þannig er hann og í Graduale 1594 og messusöngsbókum allt til loka 18. aldar.

1.
Lausnarann Krist vér lofum nú,
ljúfan son Maríe jungfrú;
svo vítt sem sól kann skin að bera
segjum vér Kristum Drottinn vera.
2.
Sá sem skapaði himin og hauður
hann tók man[n]dóm og var hér snauður,
hold með holdi hann hjálpa tók
og heilsu sinnar skepnu jók.
3.
Guðs náð hingað af himnum send
í hreinlífrar móðurkvið var kennd;
ungmey huldi það himneskt ráð
hvert náttúran fær ei skilið né gáð.
4.
Það hreina hús og hjarta klárt,
háleitt musteri Guðs þú vart,
óflekkuð mær þá ert þú kennd,
ólétt af orði Guðs í reynd.
5.
Sú gæskumóðir gat oss þann
að Gabríel sagði Guð og mann.
Mætur Jóhannes í móðurkvið
mest tók fagna og hrærðist við.
6.
Sá sem er kóngur í himnahöll
hann er nú fæddur í asna stall,
litla mjólk sér til fæðu finnur,
sá fulla nægt sínum skepnum vinnur.
7.
Himnaskarinn fögnuð fann,
fagurt lof sungu um Guð og mann,
fjárhirðunum með fullgóð skil
fagnandi þeir sögðu til.
8.
Lof og heiður sé lausnarinn þér,
lést þú fæðast af jungfrú hér
með föður og heilags anda akt.
Æ veranda lof sé sagt.