Haust í dalnum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Haust í dalnum

Fyrsta ljóðlína:Jörðin grætur, haustsins harmur
bls.94
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1933
1.
Jörðin grætur, haustsins harmur
hljóður býr um dalsins grund.
Nú er frosinn foldarbarmur,
fellur líf í dauðans blund.
Nú er mjúkur móðurarmur
magnlaus til að græða und.
2.
Kalin fjöll í kylju stynja.
Klettablómið hnígur nár.
Skýjahallir skáldsins hrynja.
Skuggar dökkna. Falla tár.
Út við sanda sæflögð drynja.
Sveiflar vængjum hvítur már.
3.
Máninn varpar bleikum bjarma
á birkihlíð og mýrarsund.
Tregar mildan vorsins varma
visin fjóla í skógarlund.
Jörðin grætur. Haustsins harma
hrímguð geymir dalsins grund.