Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kvæði Þormóðar um Guðmund ríka Þorleifsson í Brokey (d. 1720). | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði Þormóðar um Guðmund ríka Þorleifsson í Brokey (d. 1720).

Fyrsta ljóðlína:Tíðin mér tekur að leiðast
bls.203–205
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Eftirmæli

Skýringar

Undir fyrirsögn í söguþáttum stendur:
[Eptir kvæðabók í Landsbókasafni 1070, 8vo. bls. 143
–146, og er hún að mestu skrifuð af Jóni Egilssyni (f. 1702, d. 1801) á Vatnshorni 1748 og síðar].*

Ofan vi
ð kvæðið sjálft stendur: 
Vísur dróttkveðnar af Þormóði Eirekssyni
1.
Tíðin mér tekur að leiðast,
tíðum er hætt við hríðum,
tíðin mig torsótt mæðir,
tíðinni því eg kvíði,
tíðinni ekki trúðu,
tíð eftir öngvum bíður,
tíð hver við takmark eyðist,
tíð burt sem skuggi líður.
2.
Guðmundur ærugóður,
Guðmundur hávís fundinn,
Guðmundur snauða gleður,
Guðmundur dyggðir stundar,
Guðmundur gáfum hlaðinn,
Guðmundur tryggðum bundinn,
Guðmundur gegn og þýður,
Guðmundur lands völundur.
3.
Í Brokey með röksemd ríka
ráðastór hirðir dáða
höndum tveim hér innlendum
heilum presentum deilir,
nafn gott með æru efnir,
auðmjúkur, styður, hjúkar,
hann því Jobs dæmi og hinna
heilagra eftir seilist.
4.
Allt frá barnaldri mæltum
með æru og fram í hærur
hefur inn heillaljúfi
haldið sig langan aldur,
ágætum allra sveita
orðróm með prýði og sóma,
hugástum hafa og flestir
honum unnað sem kunna.
5.
Fulla orsök með öllu
efalaust þar til hefur
göfugur jafnan gefið,
gætandi lítilætis,
nálega á hverju nýi,
nauðstöddum, ríkum, snauðum
lánað, útbýtt, ólaunað
lið veitt, hollráð miðað.
6.
Margfróður mein að græða,
medicus flestum betri,
framsýnn og forsjáll reynist,
frægur af ráðum nægri,
allri með orðasnilli,
ör og þægur í svörum,
guðhræddur, glaður, þýður,
gáfaður dyggðum hávum.
7.
Unnandi af sálu og sinni
sætu guðs orði ágætur,
nótt og dag bíður drottins,
dyljandi ei hjartans vilja;
héðan nær herrann leiðir
hann upp í dýrð englanna,
loflegt mannorðið lifir
lengi um aldr ómengað.
8.
Víslega vinir fúsir
vaknaðir um sakna,
mest þó volaðir misstu
er margvíslega nam bjarga,
jafni hans nær ei nefnist
næmur í góðum dæmum,
sæmd, æru, frið og fremdir
frægur bar öll sín dægur.
9.
Loflegur lögmann hafinn
ljómandi í dýrð og sóma,
lét sig eftir án lýta
listilegan vínkvistinn,
rót hefur rétt því sæta
raklendis blómstrið spaka,
eilífðarinnar ævi
óhindrað vex og þróast.
10.
Hann svo með höfðingskvinnu
hér og um eiífð veri
óraskanlega að óskum
einum guði best hreinum
allra til yndisheilla
innfalinn hverju sinni.
Mæli eg heilum huga,
háleitust tign það veiti.


Athugagreinar

Hér er meinleg villa. Jón Egilsson var fæddur 1724 og dáinn 1807 (Sjá PEÓl: Íslenzkar æviskrár III. bindi, bls.92).