Andlátsbæn Þorkels mána | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Andlátsbæn Þorkels mána

Fyrsta ljóðlína:Svo geti minn á geislum andi
bls.266
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Söguljóð
1.
Svo geti minn á geislum andi
um gullna héðan farið braut,
þegar jarðarlífs á landi
legg eg heim í föðurskaut,
í sólskini eg sofna vil
seinast þegar við eg skil.
2.
Í fögru veðri flestir reyna
ferð að byrja á landi og mari,
til ljóssins er og leiðin beina
að líða burt á sólar ari,
og dauða á stundu dýrmætt er
að drottins auga hlær við mér.
3.
Á sólskinsbjörtum sumardegi
sæktu mig héðan, Dauði! – Þá
kuldans af þér kenni eg eigi
og kvíði ei þinni dökkri brá,
í geislum hennar gætir ei,
glaður inn í ljós eg dey.