Á fætur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á fætur

Fyrsta ljóðlína:Táp og fjör og frískir menn
bls.21
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) aabbccOdd
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1860

Skýringar

Ofan við kvæðið er ritað: „Prentað fyrsta sinn í Söngvum og kvæðum I, útgefnum af Jónasi Helgasyni, Rvík 1877, bls. 7–8.“ Neðanmáls er ritað: „Sbr. Mandom, mod og morske män“.
1.
Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunarstund.
Djúp og blá
blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós;
norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.
2.
Aldnar róma raddir þar,
reika svipir fornaldar
hljótt um láð og svalan sæ,
sefur hetja á hverjum bæ.
Því er úr
doðadúr,
drengir, mál að hrífa sál,
feðra vorra’ og feta’ í spor,
fyrr en lífs er gengið vor.