Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sverrir konungur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sverrir konungur

Fyrsta ljóðlína:Þótt páfi mér og biskup banni
bls.186–187
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
„Þótt páfi mér og biskup banni,
banasæng skal konungmanni
hásætið til hvílu reitt;
kórónaður kóngur er eg,
kórónu til grafar ber eg,
hvort þeim er það ljúft eða leitt.
2.
Vos eg hafði um alla ævi
og erfði bæði á landi og sævi;
lifði eg oft við lítinn kost;
á Kjalar einatt eyðimörkum
úti eg lá í vetrarhörkum,
þoldi bæði fjúk og frost.
3.
Margar fór eg ferðir glæfra,
fætur mína vafði í næfra,
kulda mér þá sviðinn sveið;
en – hvað var það hjá hugarangri
hverja stund á vegferð langri
sem eg fyrir land mitt leið?
4.
Konunglegan klætt í skrúða,
kistuleggið holdið lúða,
ber sé látin ásýnd ein;
breidd sé Sigurflugu sængin
svo til hinsta flugs ei vænginn
skorti gamlan Birkibein.
5.
Vel er að þér sálma syngið
og saman öllum klukkum hringið
meðan eg skaflinn moldar klýf;
en í tilbót eitt mér veitið;
Andvökuna mikinn þeytið,
andvaka var allt mitt líf.“