Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sönglof | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sönglof

Fyrsta ljóðlína:Mín flughraða ævi mér fyndist ei löng
bls.32
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Mín flughraða ævi mér fyndist ei löng
ef fengi eg að lifa og deyja við söng,
því söngfegurð á við oss alla.
Þó grúfi yfir höfði mér geigvænleg ský,
ég gleymi þér, heimur, sem lifi ég í,
ef upphimins ómar mig kalla.
2.
Ég hrífst sem í leiðslu með hljómanna straum,
mitt hjarta það vaggast í algleymis draum
á dillandi ómanna öldum.
Ég hirði ekki um alheimsins töfrandi tál,
á tónanna vængjum mín borin er sál
að ljósheima leiftrandi tjöldum.