Ókindarkvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ókindarkvæði

Fyrsta ljóðlína:Það var barn í dalnum sem datt ofaní gat
Heimild:Gripla X .
bls.26-27
Viðm.ártal:≈ 0
„Ókindarkvæði í uppskrift Gísla Brynjólfssonar er á þessa leið með fyrirsögn hans sem mestar líkur eru til að sé efnislega frá Guðrúnu Stefánsdóttur móður hans:
Ókindarkvæði sem Madama Björg Pjetursdóttir á Kirkjubæ í Tungu í Fljótsdalshjeraði, systir Sigurðar sýslumanns Pjeturssonar, kvað við dóttur sína Sigríði.“

Það var barn í dalnum sem datt ofaní gat,
en þar fyrir neðan ókindin sat.
En þar fyrir neðan sat ókindin ljót
náði hún því naumlega neðaní þess fót.
Náði hún því naumlega neðaní barn
hún dróg það útum dyrnar og dustaði við hjarn.
Hún dróg það útum dyrnar og dustaði vð fönn,
ætla ég að úr því hriti ein lítil tönn.
Ætla ég að úr því hriti augað blátt,
hún kallaði með kæti og kvað við svo hátt:
Hún kallaði með kæti: „Kindin mín góð!
þetta hefur þú fyrir þín miklu hljóð.
Þetta hefur þú fyrir þitt brekastát,
maklegast væri ég minnkaði þinn grát."
„Maklegast væri ég minkaði þinn þrótt" —
En ókindin lamdi það allt fram á nótt.
En ókindin lamdi það í þeim stað,
þangað til um síðir þar kom maður að.
Þangað til um síðir þar kom maður einn,
upp tók hann barnið og ekki var hann seinn,
upp tók hann barnið og inní bæinn veik,
en ókindin hafði sig aptur á kreik.
En ókindin hafði sig ofaní fljót,
og barnið aflagði sín brekin mjög ljót.
Ókindarkvæðið endar nú hér —
en Sigríður litla, sjáðu að þér.

[Skrifað upp eptir móður minni.]