Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Komum, tínum berin blá | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Komum, tínum berin blá

Fyrsta ljóðlína:Komum, tínum berin blá
bls.159
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) aaBccBddB
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) aaBccBddB
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Komum, tínum berin blá.
Bjart er norðurfjöllum á.
Svanir fljúga sunnan yfir heiði.
Hér er laut, og hér er skjól.
Hér er fagurt, - móti sól
gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði.
Sko, hvar litla lóan þaut,
langt í geiminn frjáls á braut.
Þröstur kveður þarna á grænum meiði.
2.
Ertu að syngja um ástvin þinn,
elsku litli fuglinn minn,
eru nýir söngvar enn á seyði?
Þú ert ungur eins og ég,
elskar, þráir líkt og ég. –
Förum seinast sama veg,
syngjum, deyjum, þú og ég,
litli vin á lágum, grænum meiði,
langt uppi á heiði.