Heift | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heift

Fyrsta ljóðlína:Kenndu mér, líkt þér, bjarkar blað
Bragarháttur:Bragliðahrynhenda með föstum aðalhendingum
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1846 eða fyrr

Skýringar

Prentað i Nýjum félagsritum V. 151
Tveir á heiði hittust reiðir,
hver mót öðrum feigur sneri,
nornin kalda grimman galdur
galið hafði þeim og vélar.
Illum tárum augun fylltust,
annarlegu brostu gamni,
fann hver bana í brosi annars,
brugðu hjörvum, týndu fjörvi.