Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Grafskrift | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Grafskrift

Fyrsta ljóðlína:Yfir hann sem liggur hérna látinn
Höfundur:Bjarni Lyngholt
bls.21–22
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) ABAB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1894
1.
Yfir hann sem liggur hérna látinn
langar fáa bautastein að setja;
eftir þann sem ekki verður grátinn,
enginn þykist minning kveðið geta.
2.
Þetta er þó bein af okkar beinum.
– Brekkan erfið hjálparlausum kröftum.
Hérna fleygði’ hann mæðu sinni og meinum,
margnagaður rógberandi kjöftum.
3.
Hérna tók hann hvíld á miðju skeiði –
hérna var hann loks að kröftum þrotinn –
hérna hvílir hann und lágu leiði.
Lífsins hlekkur nú er sundur brotinn.
4.
Aldrei framar hörpu strengi hrærir
hróðmæringur nú, um daga langa;
aðeins nárinn bleikar varir bærir –
biður alla, sem að framhjá ganga:
5.
Komið hér og kastið til mín stöku –
kveðið við mig eina drauga rímu;
mér er sama í svefni bæði’ og vöku –
sjaldan hef ég skorast undan glímu.
6.
Komið hér og sjáiö minar syndir.
– Sjálfur hef ég aldrei verið feiminn. –
Tíminn hefur málað þessar myndir.
Margur var á annars kosti gleyminn.
7.
Komið hingað, allir Adams synir,
eigið hrafnaþing á leiði mínu!
Hvort sem fjendur vitja’ hans eða vinir
vakir nárinn enn í bóli sínu.