Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sóley | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sóley

Fyrsta ljóðlína:Í sóllausum króknum hún sumarsins beið
bls.337
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1914

Skýringar

„Til minnis um Brynjúlf frá Minnanúpi. (Dáinn 16. maí 1914)“
1.
Í sóllausa króknum hún sumarsins beið;
hún sá þar var smátt skamtað ljósið, og kveið
hún hnigi með hinum í valinn,
því örlaganornin á alt saman steig
með ísköldum fótum, sem visnaði og hneig
í skotum og skuggum um salinn.
2.
En sóleyin litla átti logheita þrá,
er lengst inni í rökkrinu mændi ut á þá
sem glóðvolgar Ijósbárur lauga.
Og svo bað hún heitt: þegar sólin komst hátt,
stalst svolítill geisli inn um óþétta gátt
með sumar í sóleyjar auga.
3.
Og nornin varð mild. Það var miskunn svo hlý
að mega nú baðast í ljósinu því
og lifa hjá liljum og rósum.
Og sóleyin undi svo ánægð hjá þeim:
þær áttu svo jafnt af þeim sólríka heim
og vorhimni ljúfum og ljósum.
4.
Og sólgeislinn litli bar ljóma yfir allt:
hún leit inn í skuggana, þar sem var kalt,
og kreistur og kryplingar stóðu.
En sóldrukkið augað það almætti sá,
að einhverjir smágeislar hlýjuðu um þá
frá ljóshveli líknsömu og góðu.
5.
Um vorvalinn sjálfan varð brosandi bjart,
því barnglöðu vonirnar urðu honum skart
og lokuðu sérhverju sári:
Því spruttum við öll ekki úr örtroðnum val
í örlaganornanna heimsgróðursal,
og hver gefur iáburð að ári?
6.
Og lítilþæg sóley í sumarsins skörð
er sigurinn mestur um himin og jörð;
hún grær eins og gleymska yfir valinn.
Og lofgjörðarsöngvarinn lifir á því
hve lífið og sumurin geti orðið hlý
hjá þeim, sem á ólandi er alinn.
7.
Og geislinn, sem sendi henni sumar og fró
varð seinasta ununin þegar hún dó;
þær langanir ljósheima fundu.
En barnið gekk framhjá og sá hvar hún svaf,
við sóleyna fölnaða beygði það af,
og hún átti tárin sem hrundu.